Lífið

Saknar sonar síns gífurlega

Paul Walker fórst í bílslysi, aðeins fertugur að aldri.
Paul Walker fórst í bílslysi, aðeins fertugur að aldri.
Pabbi leikarans sáluga Paul Walker saknar sonar síns meira núna nokkru sinni fyrr.

Tæpt ár er liðið síðan Fast and Furious-leikarinn fórst í bílslysi, fertugur að aldri. "Þeir segja að fyrsta árið sé verst en ég sakna hans enn meira núna. Þetta er ekkert að verða auðveldara, sagði Paul Walker eldri í viðtali við Entertainment Tonight

Hann finnur enn fyrir nærveru sonar síns. "Hann er ekki á lífi lengur en ég sé hann. Hann er alltaf að horfa á  mig. Ég get horft á andlitið hans."

Stutt er síðan Vin Diesel, félagi Walker úr Furious-myndunum, sagðist eiga erfitt með að sætta sig við dauða hans.

"Þetta er eitt það myrkasta sem hefur gerst í lífi mínu. Við ólumst upp saman í þessum bransa og við urðum frægir saman. Við vorum fulltrúar stærstu myndaraðarinnar saman. Hann var félagi minn," sagði Diesel.

"Ég hef leikið allt mitt líf og þeir kenna manni ekki þegar maður er að læra leiklist hvernig eigi að syrgja einhvern og á sama tíma láta sem hann sé í atriði með þér," sagði hann en Walker náði ekki að klára að leika í Fast and Furious 7 áður en hann lét lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×