Sjaldgæf eintök af tölvuleiknum E.T. The Extra-Terrestrial eru nú til sölu á netinu fyrir allt að 100.000 krónur stykkið.
Tölvuleikurinn kom út árið 1983 fyrir Atari 2600 leikjatölvuna og var svo gríðarlega misheppnaður að fyrirtækið lét grafa þá leiki sem seldust ekki í eyðimörk í Nýja-Mexíkó. Þetta hafði þó ekki verið staðfest fyrr en nú og hafði fram til þessa aðeins verið flökkusaga.
Í apríl á þessu ári lét fyrirtækið Microsoft grafa leikina upp og kom þá auðvitað í ljós að flökkusagan var sönn. Borgin Alamagordo í Nýja-Mexíkó selur nú eintök af þessum goðsagnakennda leik á netinu.
