Veiði

Stefnir í gott meðalár að öllu óbreyttu

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxveiðin er að komast á fullan snúning næstu vikurnar en nú fer að hefjast sá tími sem að öllu jöfnu er kallaður "prime time" en þá er veiðin jafnan best í ánum.

Nýjar veiðitölur komu inná síðu Landsambands Veiðifélaga í gær og sýnir að staðan er nú ekki eins slæm og margir hafa haldið fram og óttast.  Það sem hefur haft gífurlega mikil neikvæð áhrif á veiðitölur er veðrið, sérstaklega á suður- og vesturlandi, en miklar rigningar og hvassviðri hafa gert árnar óveiðandi suma dagana og þá hækka tölurnar lítið ef engin er við ánna að veiða.  Inn á milli kemur þó skaplegt veður og þá er veiðin nokkurn veginn í takt við gott eða meðalgott ár.  Þegar veiðitölur í samanburðaránum er skoðaðar eru árnar flestar á pari eða aðeins undir meðalveiði og það þrátt fyrir að stóru smálaxagöngurnar eru ekki ennþá komnar í árnar, í það minnsta ekki í þær allar.  Við ósa  Langár sem dæmi hefur stór laxatorfa sést dóla inn á hverju flóði en ekki gengið upp í ánna og það á sér ósköp eðlilegar skýringar.  Þegar áin er bólgin og vatnsmikil sökum rigninga bíður laxinn með að fara í hana en um leið og hún sjatnar drífur laxinn sig upp á þá er oft mikið líf við bakkann.  En annars lítur topp 10 listinn svona út í gærkvöldi:

Blanda2. 7. 2014350142611
Þverá + Kjarará2. 7. 2014231143373
Norðurá2. 7. 2014195153351
Miðfjarðará2. 7. 2014124103667
Haffjarðará2. 7. 201410862158
Vatnsdalsá í Húnaþingi2. 7. 20148371116
Laxá í Aðaldal2. 7. 201465181009
Elliðaárnar.2. 7. 20145861145
Víðidalsá2. 7. 2014458909
Eystri-Rangá2. 7. 20144218479





×