Lífið

Lindsay Lohan höfðar mál gegn framleiðendum GTA V

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Leikkonan og fyrrverandi barnastjarnan Lindsay Lohan hefur höfðað mál gegn tölvuleikjaframleiðendunum Rockstar og Take Two vegna söluhæsta leiks sögunar, Grand theft auto fimm. Segir hún að karakter í leiknum sé byggður á sér.

Samkvæmt vef Forbes segir í málsgögnum að karakterinn, Lacey Jonas, sé greinilega vísun í leikkonuna frægu. Karakterinn sé klæddur í föt úr fatalínu Lohan og gisti á hóteli sem leikkonan bjó eitt sinn á. Reyndar má Lohan ekki koma inn á lóð umrædds hótels þar sem hún skuldar því jafnvirði fimm milljóna króna.

Í tölvuleiknum finnst Lacy Jones í húsasundi þar sem hún er að fela sig frá ljósmyndurum sem sitji um hana. Hún er hégómafull og glímir við anorexíu.

Tekið er fram í málsgögnunum að önnur fyrirtæki greiði Lohan fyrir að styðjast við ímynd hennar, en Take Two og Rockstar hafi ekki gert það. Hún fer fram á bætur, en ekki er tekið fram hve miklar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.