Elskendur eða vinir? sigga dögg kynfræðingur skrifar 6. ágúst 2014 14:00 Mynd/Getty Þegar við hugsum um rómantísk sambönd þá er það tilhneiging margra að sjá þau í gegnum linsu Hollywood bíómynda þar sem ofurrómantík ræður ríkjum. Þar verður sleikurinn að eiga sér stað í grenjandi rigningu eða ástin kviknar í miðjum dansi eða jafnvel að handan. Það er eitt að gleyma sér í glanslífinu í tæpar tvær klukkustundir en annað að ætla láta hversdaginn með sínu uppvaski, fjárhagsáhyggjum, meltingarvandræðum og vinnurútínu glitra af töfrum og rómantík. Dagleg rómantík getur ekki verið eins og fyrstu dagarnir í nýju sambandi, svona „ég-get-ekki-lifað-án-þín-stundum-endalaust-kynlíf-og-skrópum-í-vinnuna“ stemming. Það er óraunhæft, bæði félagslega og líffræðilega séð. Fyrir þá einstaklinga sem fara inn í sambönd með hugmyndir byggðar á töfraljóma bíómyndanna, eða hugmyndum um sálufélaga, þá eru vonbrigði óhjákvæmileg.Nýleg rannsókn komst að því að þau pör sem litu á samband sitt sem vinasamband í grunninn og kunnu að meta vináttu sem mikilvægan þátt sambandins voru hamingjusamari með sambandið sitt. Vináttan spáði einnig fyrir um ánægju með aðra þætti sambandsins eins og rómantík, ást og kynlífið. Það að meta vináttuna virtist einnig vera ákveðin vernd fyrir sambandsslitum. Þannig að næst þegar þú ert að velja þér maka, geymdu glimmerið og tilfinningaofsann og æfðu þig frekar í að kanna hvaða eiginleika þú kannt að meta í fari vina þinna því þar gæti leynst uppskrift að hinum fullkomna maka fyrir þig. Kannski höfðu sjónvarpsþættirnir „Vinir“ eitthvað til síns máls þegar kom að makavali. Heilsa Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið
Þegar við hugsum um rómantísk sambönd þá er það tilhneiging margra að sjá þau í gegnum linsu Hollywood bíómynda þar sem ofurrómantík ræður ríkjum. Þar verður sleikurinn að eiga sér stað í grenjandi rigningu eða ástin kviknar í miðjum dansi eða jafnvel að handan. Það er eitt að gleyma sér í glanslífinu í tæpar tvær klukkustundir en annað að ætla láta hversdaginn með sínu uppvaski, fjárhagsáhyggjum, meltingarvandræðum og vinnurútínu glitra af töfrum og rómantík. Dagleg rómantík getur ekki verið eins og fyrstu dagarnir í nýju sambandi, svona „ég-get-ekki-lifað-án-þín-stundum-endalaust-kynlíf-og-skrópum-í-vinnuna“ stemming. Það er óraunhæft, bæði félagslega og líffræðilega séð. Fyrir þá einstaklinga sem fara inn í sambönd með hugmyndir byggðar á töfraljóma bíómyndanna, eða hugmyndum um sálufélaga, þá eru vonbrigði óhjákvæmileg.Nýleg rannsókn komst að því að þau pör sem litu á samband sitt sem vinasamband í grunninn og kunnu að meta vináttu sem mikilvægan þátt sambandins voru hamingjusamari með sambandið sitt. Vináttan spáði einnig fyrir um ánægju með aðra þætti sambandsins eins og rómantík, ást og kynlífið. Það að meta vináttuna virtist einnig vera ákveðin vernd fyrir sambandsslitum. Þannig að næst þegar þú ert að velja þér maka, geymdu glimmerið og tilfinningaofsann og æfðu þig frekar í að kanna hvaða eiginleika þú kannt að meta í fari vina þinna því þar gæti leynst uppskrift að hinum fullkomna maka fyrir þig. Kannski höfðu sjónvarpsþættirnir „Vinir“ eitthvað til síns máls þegar kom að makavali.
Heilsa Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið