Sportlegur næsti Kia Sorento Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 09:45 Straumlínulagaður og langur Sorento. Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent