Sportlegur næsti Kia Sorento Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 09:45 Straumlínulagaður og langur Sorento. Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent