Sá fljótasti í 300 km/klst Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 09:38 Hennessy Venom GT hefur náð mestum hraða allra bíla, eða 435 km hraða og var það gert á flugbrautinni sem bandarísku geimskutlurnar lenda, Kennedy Space Center í Flórída. Ekki var þó hægt að skrá þetta sem heimsmet þar sem bíllinn fór ekki sömu leið til baka, en heimsmet er aðeins viðurkennt ef svo er gert og meðaltal hámarkshraðans báðar leiðir gildir sem heimsmetið. Hennessy Venom GT á þó annað met sem ekki er hægt að taka af þessum bíl, en hann er sá sneggsti í 300 km/klst. Hefur það verið viðurkennt af Guinness World Records. Það tekur hann ekki nema 13,63 sekúndur að ná þessum hraða. Bíllinn er með 7,0 lítra og 8 strokka vél með tveimur stórum forþjöppum sem skilar 1.244 hestöflum. Hennessy ætlar að reyna að ná metum á hinum ýmsu akstursbrautum á næstunni og er Nürburgring ein þeirra, en einnig brautirnar Laguna Seca og Circuit of the Americas. Hennessey ætlar aðeins að framleiða 30 bíla af þeirri gerð sem hraðaheimsmetið á og eru 20 þeirra þegar seldir. Sjá má bílinn setja metið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Hennessy Venom GT hefur náð mestum hraða allra bíla, eða 435 km hraða og var það gert á flugbrautinni sem bandarísku geimskutlurnar lenda, Kennedy Space Center í Flórída. Ekki var þó hægt að skrá þetta sem heimsmet þar sem bíllinn fór ekki sömu leið til baka, en heimsmet er aðeins viðurkennt ef svo er gert og meðaltal hámarkshraðans báðar leiðir gildir sem heimsmetið. Hennessy Venom GT á þó annað met sem ekki er hægt að taka af þessum bíl, en hann er sá sneggsti í 300 km/klst. Hefur það verið viðurkennt af Guinness World Records. Það tekur hann ekki nema 13,63 sekúndur að ná þessum hraða. Bíllinn er með 7,0 lítra og 8 strokka vél með tveimur stórum forþjöppum sem skilar 1.244 hestöflum. Hennessy ætlar að reyna að ná metum á hinum ýmsu akstursbrautum á næstunni og er Nürburgring ein þeirra, en einnig brautirnar Laguna Seca og Circuit of the Americas. Hennessey ætlar aðeins að framleiða 30 bíla af þeirri gerð sem hraðaheimsmetið á og eru 20 þeirra þegar seldir. Sjá má bílinn setja metið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent