Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Sigrar hjá Stjörnunni og Aftureldingu

Eiður Aron og félagar í ÍBV töpuðu í dag.
Eiður Aron og félagar í ÍBV töpuðu í dag.
Tveim leikjum er lokið í Lengjubikarkeppni karla í dag. Stjarnan vann sigur á ÍBV og Afturelding lagði Skástrikið að vestan.

Stjarnan komst á toppinn í 3. riðli með sigrinum. ÍBV lék manni færra í tæpar 70 mínútur þar sem Víðir Þorvarðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma.

Einar Marteinsson tryggði sveinum Atla Eðvaldssonar síðan sætan sigur á Skástrikinu en liðin spiluðu á Akranesi. Fyrsti sigur Aftureldingar í keppninni og liðið komst með sigrinum af botni 1. riðils og upp fyrir BÍ.

Úrslit:

Afturelding-BÍ/Bolungarvík  3-2

Valgeir Steinn Runólfsson, Alexander Aron Davorsson, Einar Marteinsson - Hafstein Rúnar Helgason, Andri Rúnar Bjarnason.

ÍBV-Stjarnan  0-1

- Arnar Már Björgvinsson.

Rautt spjald: Víðir Þorvarðarson, ÍBV (23.)

Úrslit frá urslit.net






Fleiri fréttir

Sjá meira


×