Þjáistu af B12-vítamínskorti? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2014 09:00 Er slenið að sliga þig? Mynd/Getty B12 er vatnsleysanlegt vítamín sem gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum. Það er mikilvægt til þess að viðhalda heilbrigðu taugakerfi, nauðsynlegt í myndun erfðaefnisins DNA og einnig er það mikilvægt fyrir myndun rauðra blóðkorna. Skortur á B12 getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef hann er ekki meðhöndlaður. Þú getur fengið B12 vítamín úr fæðu eða fæðubótarefnum, hversu mikið þú þarft fer eftir aldri. Skortur á B12 vítamíni er algengara hjá eldra fólki en hjá þeim sem yngri eru.Hvað veldur B12 vítamínskorti?Skert upptaka í meltingarvegi vegna sjúkdóma í maga eða þörmumAðgerðir, eins og brottnám maga Langvarandi notkun sýrubindandi magalyfjaMikil eða langvarandi notkun sýklalyfjaMikil áfengisneyslaGrænmetisætur eru í meiri hættu en aðrir að þróa með sér B12 vítamínskort og þá sérstaklega þeir sem eru vegan. Kjöt, egg og mjólkurvörur eru þær fæðutegundur sem eru ríkastar af B12 vítamíni og því mikilvægt fyrir þá sem sneiða hjá öllum dýraafurðum að taka inn vítamínið í formi fæðubótarefna. Einkenni B12 vítamínskortsÞeir sem eru með vægan skort geta verið alveg einkennalausir en þegar skorturinn er orðinn alvarlegri geta hin ýmsu einkenni farið að gera vart við sig. Helstu einkenni eru:Þreyta og orkuleysiBlóðleysiHraður hjarslátturAndþyngsli, grunnur andardrátturSvimiFölur húðlitirMeltingartruflanir eins og magaverkir, niðurgangur eða hægðartregðaMinnkað bragðskynÓeðlilegt þyngdartapAndleg einkenni eins og þunglyndi, skapsveiflur og minnisleysi Meðferð við B12 vítamínsskorti, hvað er til ráða? Meðferð við skorti á B12 vítamíni fer eftir örsök hans. Ef orsök skortsins er vegna lélegs mataræðis er hægt að lagfæra ástandið með því að auka inntöku á B12 vítamínríkri fæðu eða með inntöku B12 vítamíns í töfluformi. Í sumum tilvikum eru gefnar B12 vítamín sprautur. Í flestum tilfellum lagar aukin inntaka á B12 vandann en ef skorturinn er mjög alvarlegur og langvarandi geta orðið taugaskemmdir í líkamanum sem ekki ganga til baka. Best er að leita til læknis og finna orsök vandans og fá ráð um meðferð. Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
B12 er vatnsleysanlegt vítamín sem gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum. Það er mikilvægt til þess að viðhalda heilbrigðu taugakerfi, nauðsynlegt í myndun erfðaefnisins DNA og einnig er það mikilvægt fyrir myndun rauðra blóðkorna. Skortur á B12 getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef hann er ekki meðhöndlaður. Þú getur fengið B12 vítamín úr fæðu eða fæðubótarefnum, hversu mikið þú þarft fer eftir aldri. Skortur á B12 vítamíni er algengara hjá eldra fólki en hjá þeim sem yngri eru.Hvað veldur B12 vítamínskorti?Skert upptaka í meltingarvegi vegna sjúkdóma í maga eða þörmumAðgerðir, eins og brottnám maga Langvarandi notkun sýrubindandi magalyfjaMikil eða langvarandi notkun sýklalyfjaMikil áfengisneyslaGrænmetisætur eru í meiri hættu en aðrir að þróa með sér B12 vítamínskort og þá sérstaklega þeir sem eru vegan. Kjöt, egg og mjólkurvörur eru þær fæðutegundur sem eru ríkastar af B12 vítamíni og því mikilvægt fyrir þá sem sneiða hjá öllum dýraafurðum að taka inn vítamínið í formi fæðubótarefna. Einkenni B12 vítamínskortsÞeir sem eru með vægan skort geta verið alveg einkennalausir en þegar skorturinn er orðinn alvarlegri geta hin ýmsu einkenni farið að gera vart við sig. Helstu einkenni eru:Þreyta og orkuleysiBlóðleysiHraður hjarslátturAndþyngsli, grunnur andardrátturSvimiFölur húðlitirMeltingartruflanir eins og magaverkir, niðurgangur eða hægðartregðaMinnkað bragðskynÓeðlilegt þyngdartapAndleg einkenni eins og þunglyndi, skapsveiflur og minnisleysi Meðferð við B12 vítamínsskorti, hvað er til ráða? Meðferð við skorti á B12 vítamíni fer eftir örsök hans. Ef orsök skortsins er vegna lélegs mataræðis er hægt að lagfæra ástandið með því að auka inntöku á B12 vítamínríkri fæðu eða með inntöku B12 vítamíns í töfluformi. Í sumum tilvikum eru gefnar B12 vítamín sprautur. Í flestum tilfellum lagar aukin inntaka á B12 vandann en ef skorturinn er mjög alvarlegur og langvarandi geta orðið taugaskemmdir í líkamanum sem ekki ganga til baka. Best er að leita til læknis og finna orsök vandans og fá ráð um meðferð.
Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira