Novak Djokovic er kominn áfram í undanúrslit stórmóts í 23. sinn á ferlinum en hann lenti í basli með Marin Cilic í dag.
Djokovic vann fyrsta settið örugglega, 6-1, en Cilic, sem er Króati, svaraði með því að vinna næstu tvö sett 6-3 og 7-6 og taka þar með forystu.
En Serbinn öflugi setti þá í næsta gír og tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov með því að vinna síðustu tvö settin, 6-2 og 6-2.
Undanúrslit í karlaflokki fara fram á föstudag en á morgun fara fram undanúrslitin í kvennaflokki. Sýnt verður beint frá öllum undanúrslita- og úrslitaviðureignunum á Stöð 2 Sport.

