Subaru WRX STI slær eigið met á Isle of Man hringnum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 11:30 Mark Higgins við Subaru WRX bíl sinn á eyjunni Mön. Bílaáhugafólk þekkir flest hina alræmdu Nordschleife kappakstursbraut í Þýskalandi en færri þekkja Isle of Man hringinn á eyjunni Mön enda er sú braut einungis notuð einu sinni á ári þegar venjulegum sveitavegum er lokað fyrir allsherjar kappakstur mótorhjóla og mótorhjóla með hliðarvögnum. Bílar eru hinsvegar sjaldséðir á brautinni. Subaru ruddi hinsvegar nýja braut og á dögunum fór Subaru til eyjarinnar með Subaru WRX STI í Ameríkuútgáfu til eyjarinnar og reyndi að slá fyrra met sitt frá 2011. Metið er jafnframt hraðamet á hringnum fyrir framleiðslubíl. Hringurinn á Mön er gríðarlega krefjandi. Ekið er á venjulegum sveitavegum, í gegnum þorp og yfir heiðar á hring sem er næstum því 60 kílómetra langur. Meðalhraðinn er langt yfir 160 km/klst þar sem ýmiskonar hættulegar hindranir verða á vegi ökumannsins; stökk, krappar beygjur og steinveggir eru víða auk þess sem áhorfendur standa víða við „brautina“. Að þessu sinni ók Mark Higgins bílnum og náði hann að bæta metið með því að aka þessa tæpu 60 kílómetra á 19 mínútum og 15 sekúndum með meðalhraðann 188 km/klst. Fyrra met Marks var 19 mínútur og 37 sekúndur og í þeirri ferð var Mark næstum því búinn að missa bílinn þegar ekið var á milli tveggja steinhleðslna. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Bílaáhugafólk þekkir flest hina alræmdu Nordschleife kappakstursbraut í Þýskalandi en færri þekkja Isle of Man hringinn á eyjunni Mön enda er sú braut einungis notuð einu sinni á ári þegar venjulegum sveitavegum er lokað fyrir allsherjar kappakstur mótorhjóla og mótorhjóla með hliðarvögnum. Bílar eru hinsvegar sjaldséðir á brautinni. Subaru ruddi hinsvegar nýja braut og á dögunum fór Subaru til eyjarinnar með Subaru WRX STI í Ameríkuútgáfu til eyjarinnar og reyndi að slá fyrra met sitt frá 2011. Metið er jafnframt hraðamet á hringnum fyrir framleiðslubíl. Hringurinn á Mön er gríðarlega krefjandi. Ekið er á venjulegum sveitavegum, í gegnum þorp og yfir heiðar á hring sem er næstum því 60 kílómetra langur. Meðalhraðinn er langt yfir 160 km/klst þar sem ýmiskonar hættulegar hindranir verða á vegi ökumannsins; stökk, krappar beygjur og steinveggir eru víða auk þess sem áhorfendur standa víða við „brautina“. Að þessu sinni ók Mark Higgins bílnum og náði hann að bæta metið með því að aka þessa tæpu 60 kílómetra á 19 mínútum og 15 sekúndum með meðalhraðann 188 km/klst. Fyrra met Marks var 19 mínútur og 37 sekúndur og í þeirri ferð var Mark næstum því búinn að missa bílinn þegar ekið var á milli tveggja steinhleðslna.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent