Ford Focus RS með 350 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 10:13 Ford Focus ST. Autoblog Mikið hestaflakapphlaup er nú hlaupið í flokk smærri kraftabíla. Nýjasta gerð Volkswagen Golf R er nú 300 hestöfl og Subaru WRX STI er 305 hestöfl. Ford ætlar að skáka þessum tveimur keppnautum með gríðaröflugum Ford Focus ST sem vopnaður verður 350 hestöflum í næstu gerð hans. Þetta gríðarafl kemur úr 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vélinni sem einnig má finna í Ford Mustang. Svona mikið afl er yfirdrifið fyrir framhjóladrif og því verður Focus ST bíllinn fjórhjóladrifinn. Ford Focus ST verður kynntur næsta vor og verður á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta sína, þrátt fyrir að vera þónokkuð öflugri. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Mikið hestaflakapphlaup er nú hlaupið í flokk smærri kraftabíla. Nýjasta gerð Volkswagen Golf R er nú 300 hestöfl og Subaru WRX STI er 305 hestöfl. Ford ætlar að skáka þessum tveimur keppnautum með gríðaröflugum Ford Focus ST sem vopnaður verður 350 hestöflum í næstu gerð hans. Þetta gríðarafl kemur úr 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vélinni sem einnig má finna í Ford Mustang. Svona mikið afl er yfirdrifið fyrir framhjóladrif og því verður Focus ST bíllinn fjórhjóladrifinn. Ford Focus ST verður kynntur næsta vor og verður á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta sína, þrátt fyrir að vera þónokkuð öflugri.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent