Fimm ára bið Liverpool loks á enda í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brendan Rodgers vill byrja leiktíðina í Meistaradeild Evrópu með sigri. vísir/getty „Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
„Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira