Illa farið með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 13:45 Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent
Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent