Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2014 16:33 Nessvæðið dregur margan veiðimanninn að bökkum Laxár í Aðaldal og það er ekki laust við að margir festi við það tilfinningabönd sem seint verða slitin. Það er óhætt að segja að einn af þeim sem hafa fest ástfóstur sitt við svæðið er Bubbi Morthens en hann hefur ötullega sent inn myndir á Facebook af þeim stórlöxum sem hann landar þar og margan hildarleikinn hefur hann átt við laxa sem hafa sloppið aftur í djúpið. Í sumar hefur hann þó náð þremur löxum yfir 100 sm af svæðinu og er það árangur sem margur veiðimaðurinn getur hugsað sér að upplifa. Í gærkvöldi náði Bubbi 103 sm laxi úr Kirkjuhólmakvísl sem vó 10.5 kg en við höfum því miður ekki upplýsingar um hvaða flugu hann tók en ekki náðist í Bubba áður en þessi frétt var birt. Eins og sést á myndinni fer vel á með þessum tveimur höfðingjum en stórlaxinn fékk að sjálfsögðu að renna sér aftur í hylinn eftir átök við kónginn á bakkanum. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði
Nessvæðið dregur margan veiðimanninn að bökkum Laxár í Aðaldal og það er ekki laust við að margir festi við það tilfinningabönd sem seint verða slitin. Það er óhætt að segja að einn af þeim sem hafa fest ástfóstur sitt við svæðið er Bubbi Morthens en hann hefur ötullega sent inn myndir á Facebook af þeim stórlöxum sem hann landar þar og margan hildarleikinn hefur hann átt við laxa sem hafa sloppið aftur í djúpið. Í sumar hefur hann þó náð þremur löxum yfir 100 sm af svæðinu og er það árangur sem margur veiðimaðurinn getur hugsað sér að upplifa. Í gærkvöldi náði Bubbi 103 sm laxi úr Kirkjuhólmakvísl sem vó 10.5 kg en við höfum því miður ekki upplýsingar um hvaða flugu hann tók en ekki náðist í Bubba áður en þessi frétt var birt. Eins og sést á myndinni fer vel á með þessum tveimur höfðingjum en stórlaxinn fékk að sjálfsögðu að renna sér aftur í hylinn eftir átök við kónginn á bakkanum.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði