Lífið

Borðspil kennir stúlkum um appelsínuhúð og grennandi föt

Bjarki Ármannsson skrifar
Dæmi um spurningar úr spilinu.
Dæmi um spurningar úr spilinu. Vísir/Birta Björnsdóttir
Myndir af völdum spurningum úr borðspilinu Party og co: Stelpur hafa vakið mikla athygli á Facebook í dag en þykja sumar spurningarnar ýta helst til undir ósanngjarnar útlitskröfur til kvenna. Meðal annars þurfa keppendur að svara því hvaða fatamynstur lætur mann „líta út fyrir að vera grennri,“ og stendur þá valið á milli lóðréttra randa, láréttra randa og ferninga.

Þá er einnig spurt um íslenskt heiti fyrirbærisins „cellulite,“ sem á íslensku útleggst sem appelsínuhúð.

Samkvæmt upplýsingum um Party og co: Stelpur á vefsíðunni Nordic Games, er það ætlað stúlkum á aldrinum átta til fjórtán ára. Það er auglýst sem „tilvalið vinkonuspil“ með spurningum um „tísku, tómstundir, menningu og fegurð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×