

Alþjóðahandboltasambandið hefur sent út bréf til þeirra 24 þjóða sem keppa á HM í handbolta í Katar í janúar og ætlar að bjóða tíu blaðamönnum frá hverri þjóð á heimsmeistaramótið. Danska sambandið ætlar ekki að þiggja boðið.
Það eru ekki bara Ísland, Suður-Kórea, Ungverjaland og Serbía sem bíða spennt eftir ákvörðun Alþjóðahandboltasambandsins um hvaða þjóðir taka sæti Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmanna á HM í handbolta í Katar í janúar.
Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland
Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu.
Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM.
Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni.
Hringavitleysan í kringum HM í Katar heldur áfram, en ekki er loku fyrir það skotið að Ísland verði með eftir allt saman.
Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman.
Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni.
Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna.
Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum.