Lífið

„Útskrifaðir“ uppistandarar stíga á svið

Freyr Bjarnason skrifar
Rökkvi (í miðjunni) ásamt Bylgju Babýlons og Sigurði Antoni.
Rökkvi (í miðjunni) ásamt Bylgju Babýlons og Sigurði Antoni. Mynd/Lifandi mynd
„Mig hefði aldrei grunað að það kæmi jafn mikið af góðum uppistöndurum úr tilraunauppistöndunum,“ segir Rökkvi Vésteinsson, sem hefur rekið Comedy klúbbinn á Bar 11 í eitt ár. Þar hefur hann haldið tilraunauppistönd einu sinni í mánuði.

Eftir áramót ætlar hann að bæta við öðru kvöldi í mánuði þar sem borga þarf aðgangseyri til að sjá þá sem eru „útskrifaðir“ úr tilraunauppistandinu.

„Sumir eru orðnir of góðir til að vera í engu öðru en tilraunauppistöndum. Þeir þurfa að fara á næsta stig til að sanna sig,“ segir hann. Á meðal þeirra eru Sigurður Anton, Marlon Pollock og Bylgja Babýlons. „Þau hafa verið að sýna virkilega góða hluti.“

Rökkvi segir að Comedy klúbburinn hafi fengið mjög góðar undirtekir og nánast alltaf hafi verið fullt hús.

„Þegar maður opnaði klúbbinn vantaði þetta inn í bransann, stað þar sem þú þarft ekkert endilega að þekkja rétta manninn til að komast inn. Þetta er opið öllum og fólk kemur sem hefur alltaf langað að prófa en ekki haft nein tækifæri fyrr.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×