Handbolti

„Eruð þið stjörnur eða prinsessur?“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik ÍR og ÍBV í gær.
Úr leik ÍR og ÍBV í gær. Vísir/Valli
Heimaleikjaráð ÍR í handboltanum er ekki ánægt með framgöngu leikmanna liðsins og veltir fyrir sér hvort þeir standi við sinn hluta þegar kemur að því að mynda stemningu á leikjum liðsins.

Þetta kemur fram í bloggfærslu sem var birt í nafni ráðsins í dag. ÍR tapaði fyrir ÍBV í gær og sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, við Vísi í gær að meira hefði heyrst í stuðningsmönnum Eyjaliðsins en heimamanna.

Í pistlinum segir að í stað þess að skella skuldinni á áhorfendur ætti frekar að velta fyrir sér hvort að leikmennirnir sjálfir hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma áhorfendum í gang.

„Áhorfendur mæta ekki til að sjá fjórtán stráka fram og til baka, kasta bolta sín á milli og skammast í sjálfum sér, félögunum eða dómurum,“ segir meðal annars.

„Eruð þið strákarnir þeirra sem eru í stúkunni? Eða eruð þið nokkrar stjörnur eða prinsessur sem skilja ekkert í því að það fækki í stúkunni, leik eftir leik?“

Smelltu hér til að lesa færsluna í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×