Fótbolti

Óskar: Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óskar Örn í leiknum í kvöld.
Óskar Örn í leiknum í kvöld.
„Þetta kom bara upp í dag og ég hafði engan tíma til að átta mig á þessu,“ segir Óskar Örn Hauksson sem mun ekki klára tímabilið með KR-ingum því KR hefur samþykkt að lána hann til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga.

Óskar Örn fer út á morgun og missir því af bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Almarr Ormarsson var frábær í leiknum í kvöld og gerði tvö mörk.

„Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti og þetta hefur svona verið að gerast í dag.“

Óskar segist vera ánægður með þetta skref og það sé eitt uppávið.

„Ég fæ að vera þarna í nokkra mánuði og þetta er mjög stórt lið í Noregi, annars hefði ég aldrei farið út í þetta. Þetta mun líklega klárast á næstu mínútum. Það hefði vissulega verið best að ná leiknum á laugardaginn og fara síðan en það er víst ekki hægt og því verð ég að sætta mig við þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×