Handbolti

Þrír ungir framlengja í Safamýri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðlaugur Arnarsson með þeim Arnari Frey, Garðari Sigurjónssyni, Stefáni Darra og Íslandsmeistaratitlunum sem félagið þarf brátt að skila.
Guðlaugur Arnarsson með þeim Arnari Frey, Garðari Sigurjónssyni, Stefáni Darra og Íslandsmeistaratitlunum sem félagið þarf brátt að skila. Mynd/Fram
Áfram halda menn að skrifa undir nýja samninga í Safamýri en Olís-deildarlið Fram framlengdi við þrjá unga og efnilega leikmenn í dag.

Þetta eru línumaðurinn Garðar Benedikt Sigurjónsson, skyttan Stefán Darri Þórsson og varnarjaxlinn Arnar Freyr Ársælsson. Allir skrifuðu undir nýjan tveggja ára samning.

Þremenningarnir áttu gott tímabil með Framliðinu í vetur sem var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina en Íslandsmeistaraliðið var tætt í sundur síðasta sumar og þurftu ungir strákar að fylla í skörðin.

Garðar Sigurjónsson, sem er 21 árs gamall, var einn allra besti sóknarlínumaður deildarinnar en hann skoraði 4,7 mörk að meðaltali í leik í vetur. Hann tók einnig vítin fyrir liðið og var nokkuð öruggur á línunni.

Stefán Darri Þórsson er 19 ára öflug vinstri skytta sem er einnig mjög góður varnarmaður. Hann kemur úr 94-árgangi Framara sem hefur verið sigursæll í yngri flokknum en hann hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Þá framlengdi varnarjaxlinn Arnar Freyr Ársælsson einnig samning sinn um tvö ár en þessi 19 ára drengur vakti mikla athygli í sterkri vörn Fram á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Guðlaugur samdi til 2017

Húsvíkingurinn Guðlaugur Arnarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram.

Fyrirliðinn og varnarjaxlinn framlengja

Framarar hafa framlengt samninga við fyrirliðann Ástu Birnu Gunnarsdóttur og varnarjaxlinn Steinunni Björnsdóttur. Þær verða því áfram í herbúðum Fram í Olís-deild kvenna í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×