Sykurskertur september Siggu Daggar sigga dögg kynfræðingur skrifar 19. september 2014 11:00 Sigga Dögg er sykursker Mynd/Aldís Pálsdóttir Færslurnar í þessari dagbók yfir sykurskertan september verða eiginlega styttri og styttri því þetta er ekki lengur eitthvað sem ég þarf að pæla svo markvisst í, eða kannski öllu heldur, líkami minn öskrar ekki lengur á sykur. Ég stjórnast ekki af leitinni að súkkulaðistykki heldur frekar af svengd. Mér finnst oft erfitt að velja matvæli sem eru með lítinn sem engann sykur. Í tilefni þess tók ég upp á því að snakka á gulrótum dýft vel og lengi í majónes ídýfu. Þetta er nefnilega ekki fitulaus september. Þá ætla ég ekki að vera með neinar megrunaryfirlýsingar því mér finnst ég ekkert hafa grennst, það sást klárlega á gallabuxnaprófinu, svo þetta er ekki skyndigrenningarráð (nema kannski fyrir þá sem lifa eingöngu á ofur sykruðum vörum), en mér líður betur. Og það er það sem öllu máli skiptir. Það verður að segjast að kaffhús og annað fólk séu mínir helstu „ögrarar“. Fólk vill alltaf gefa mér sykursætar dásemdir og rekur upp stór augu þegar ég minnist á fyrirfram greint átak. „Þú ert sko síðasta manneskjan sem ég hefði trúað á að fara í svona átak, þú ert alltaf að baka og sparar aldrei sykurinn“. Og þetta er rétt en batnandi mönnum og allt það. Það nefnilega felst töluvert frelsi í að vera ekki stjórnað af ákveðnu hráefni. Sykurneyslan mín er að stórum hluta til vani, hef ég komist að. Ég tróð í mig einum safaríkum hamborgara og skolaði niður með eldrauðri gosdós en fattaði allt í einu að ég hef ekki drukkið sykrað gos síðan í upphaf mánaðar. Nú drekk ég ekki mikið gos en þetta var svo mikil óþarfi og nokkrir sopar nægðu. Mig langar ekki að vera segull á sykur. Þetta er því eiginlega ekki lengur eiginlegt átak heldur loforð til sjálfrar míns, og fjölskyldu minnar, að minnka sykurinn og skoða það sem við setjum ofan í okkur. Það á enginn að stjórnast af hvatvísi, höfuðverk og reiðiköstum útaf einhverjum „mat“. Það er nefnilega heila málið, sykur er engin matur, þar er engin næring. Þetta er spurning um val, að velja mat ofan í sig en ekki henda bara einhverju uppi í sig, tyggja og kyngja hugsunarlaust. Ef ég get þetta, þá getur þú þetta. Heilsa Lífið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Færslurnar í þessari dagbók yfir sykurskertan september verða eiginlega styttri og styttri því þetta er ekki lengur eitthvað sem ég þarf að pæla svo markvisst í, eða kannski öllu heldur, líkami minn öskrar ekki lengur á sykur. Ég stjórnast ekki af leitinni að súkkulaðistykki heldur frekar af svengd. Mér finnst oft erfitt að velja matvæli sem eru með lítinn sem engann sykur. Í tilefni þess tók ég upp á því að snakka á gulrótum dýft vel og lengi í majónes ídýfu. Þetta er nefnilega ekki fitulaus september. Þá ætla ég ekki að vera með neinar megrunaryfirlýsingar því mér finnst ég ekkert hafa grennst, það sást klárlega á gallabuxnaprófinu, svo þetta er ekki skyndigrenningarráð (nema kannski fyrir þá sem lifa eingöngu á ofur sykruðum vörum), en mér líður betur. Og það er það sem öllu máli skiptir. Það verður að segjast að kaffhús og annað fólk séu mínir helstu „ögrarar“. Fólk vill alltaf gefa mér sykursætar dásemdir og rekur upp stór augu þegar ég minnist á fyrirfram greint átak. „Þú ert sko síðasta manneskjan sem ég hefði trúað á að fara í svona átak, þú ert alltaf að baka og sparar aldrei sykurinn“. Og þetta er rétt en batnandi mönnum og allt það. Það nefnilega felst töluvert frelsi í að vera ekki stjórnað af ákveðnu hráefni. Sykurneyslan mín er að stórum hluta til vani, hef ég komist að. Ég tróð í mig einum safaríkum hamborgara og skolaði niður með eldrauðri gosdós en fattaði allt í einu að ég hef ekki drukkið sykrað gos síðan í upphaf mánaðar. Nú drekk ég ekki mikið gos en þetta var svo mikil óþarfi og nokkrir sopar nægðu. Mig langar ekki að vera segull á sykur. Þetta er því eiginlega ekki lengur eiginlegt átak heldur loforð til sjálfrar míns, og fjölskyldu minnar, að minnka sykurinn og skoða það sem við setjum ofan í okkur. Það á enginn að stjórnast af hvatvísi, höfuðverk og reiðiköstum útaf einhverjum „mat“. Það er nefnilega heila málið, sykur er engin matur, þar er engin næring. Þetta er spurning um val, að velja mat ofan í sig en ekki henda bara einhverju uppi í sig, tyggja og kyngja hugsunarlaust. Ef ég get þetta, þá getur þú þetta.
Heilsa Lífið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira