Mikilvægt að ólíkar raddir heyrist Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. september 2014 11:00 Vísir/Ernir Silja Hauksdóttir er handritshöfundur og leikstjóri. Hún hefur þegar skapað sér nafn í kvikmyndagerð á Íslandi, fyrir kvikmyndina Dís, sem var hennar fyrsta verk, sjónvarpsþáttaröðina Ástríði og svo tók hún þátt í gerð Stelpnanna, sjónvarpsþáttanna Ríkisins og skaupsins 2008, svo eitthvað sé nefnt. Önnur sería Ástríðar var nýverið tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Næsta verkefni Silju er að leikstýra Áramótaskaupinu. „Það er af nægu að taka og þjóðin hefur verið mjög tillitssöm í þeirri viðleitni sinni að sjá okkur fyrir efni,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri létt í bragði, en vinna er þegar hafin við gerð Áramótaskaupsins. Ásamt Silju sem skrifar handrit og leikstýrir, koma að skrifunum þær María Reyndal, Gagga Jónsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir. „Við erum byrjaðar að skrifa og komnar á fullt,“ bætir Silja við. „Við sjáum ekki fram á að lenda í neinni ritstíflu eða efnistakavandræðum enn sem komið er. Það rennur undan okkur efnið. Þetta verður frekar spurning um að sigta út heldur en að prjóna eitthvað við. Maður er kannski uppteknari af málefnum líðandi stundar þegar skaup er fram undan, en mér finnst þetta ár hafa verið sérlega viðburðaríkt.“Tekurðu Hönnu Birnu fyrir? „Ég get ekki látið það leka,“ segir Silja og hlær.Er ekki pressa að leikstýra Áramótaskaupi sem hver einasti Íslendingur horfir á? „Ég vil bara gera þetta vel og vanda mig. Öðru stýri ég ekki í bili og annarri pressu er ég eiginlega ónæm fyrir. Ég trúi því að það sé hægt að hafa skaupið beitt án þess að það sé rætið og að ádeila geti verið áleitin og fyndin í senn. Ég vil bara að fólki hlæi eins mikið og mögulegt er.“ Silja hefur leikstýrt báðum seríum af Ástríði, sem sýndar voru á Stöð 2 með nokkurra ára millibili. Eigum við von á fleiri seríum af Ástríði? „Vonandi, en það er ekki í mínum höndum að ákveða það. Ég veit hins vegar að það er rosalega skemmtilegt að gera þessa þætti. Báðar seríur var þakklátt og gott að vinna. Bæði var hópurinn sem að þessu stendur og skrifar báðar seríurnar svo sterkur og svo þeir sem stóðu að því að framkvæma þetta á endanum, leikararnir og allt, þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli.“Klapp á bakiðHvað þýða svona tilnefningar eins og sú sem þið fenguð á dögunum? „Það eru margir sem senda inn, margar Evrópuþjóðir og mörg verk – þetta er stór pottur sem við vorum dregin upp úr. Ég upplifi þetta sem klapp á bakið fyrir það sem við gerðum. Sem er hressandi því að við erum öll mjög stolt af þáttunum og þakklát fyrir viðtökurnar.“En hvað er fram undan? „Það er bara skaupið. Við erum núna við skriftir, svo er undirbúningur í október og tökur í nóvember. Ef eitthvað stórkostlegt kemur upp tökum við líka upp í desember, en annars á að nýta þann tíma í eftirvinnslu. Svo er það bara gamlárskvöld, nokkrar öndunaræfingar og út með skaupið,“ heldur Silja áfram.Vísir/ErnirÞó að mestur tími Silju fari í vinnu við gerð skaupsins um þessar mundir er í mörg horn að líta. „Ég er líka, ásamt Göggu, að þróa nokkur verkefni. Eitt þeirra, sem er komið lengst, er bíómynd sem okkur er mikið mál með. Bíómynd um unga stelpu sem býr á Akranesi. Hún er ættleiddur Íslendingur í æskublúsaðri tilvistarkreppu – upplifir fordóma frá umhverfinu en kannski mest frá sjálfri sér. Þetta er létt þroskasaga um skemmtilega vaxtarverki. Okkur finnst sjúklega gaman og gefandi að þróa þessa sögu, við höfum báðar verið á áþekkum slóðum, þótt ólíkar séu. Okkur finnst mikilvægt að þessi saga fái að heyrast, þroskasaga ungrar stúlku, sem er að máta sig við umhverfið og sjálfa sig á afar breyskan og skemmtilegan hátt.“ Varst þú dálítið villtur unglingur?„Ég var kannski dáldið týndur unglingur. Ég veit ekki hversu villt ég var. Það bara tilheyrir. Sem betur fer, því þá hefur maður eitthvað að leggja til í þessa sögu,“ segir Silja. „Annars er það breyskleikinn sem mér finnst alltaf mest spennandi í öllum karakterum. Þetta móment þegar maður þarf að horfast í augu við sjálfa sig og viðurkenna mistökin, viðurkenna hvað maður getur verið asnaleg týpa og taka afleiðingunum eða axla ábyrgðina.“Hvítir karlmenn í vanda Silju er það hugleikið að rödd ólíkra hópa fái að heyrast í sögum. „Aðallega er mér hugleikinn þessi fjölbreytileiki. Að verk eftir fjölbreytt fólk fái að njóta sín. Sjálfri er mér það efst í huga að sjá fleiri myndir eftir konur um konur – en ég vil líka fá fjölbreyttari sögur frá fjölbreyttu fólki, í aldri, í kynjum, í uppruna, öllum tegundum. Ég held að við ættum að fókusera – og það er ennþá mikilvægara fyrir okkur sem teljum okkur vera svo einsleit sem þjóð – á það að ólíkar raddir heyrist. Af kvikmyndum síðustu ára og áratuga að dæma er íslenska þjóðin hvítur karlmaður í vanda og eins frábærir og þeir nú eru, þá erum við fjölbreyttari og marglitari en það og það þarf að sýna og spegla og miðla svo til áhorfenda sem eru einmitt alls konar.“Silja og GaggaMeð nett Stokkhólmssyndróm Silja segir mikilvægt að stelpur og konur á öllum aldri fá eitthvað til að samsama sig við. „Þó að ég geti sjálf alveg samsamað mig við marga karlkaraktera þá er það kannski líka bara af því að maður er með nett Stokkhólmssyndróm og sér sjaldan öðru vísi myndir. Ég get alveg líka samsamað mig við sögur af strákum enda trúi ég því að kynin séu innst inni mjög lík. Þrátt fyrir það held að ég hefði alveg gott af því sem áhorfandi, ég tala nú ekki um þegar ég var átta eða fimmtán, eða þegar ég verð sextíu og tveggja – að sögur séu eftir konur og skrifaðar af konum, leikstýrt af konum og öðrum fjölbreyttari útgáfum af alls konar fólki. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir komandi kynslóðir og við ættum að veita því meiri athygli.“ Silju finnst gaman að skrifa, en hún vill aðallega einbeita sér að leikstjórn. „Mér finnst mjög gaman að skrifa, en mun meira gefandi að skrifa með öðrum en að skrifa ein. Silja að tala við Silju finnst mér ekki nógu óvæntur díalógur, þar sem ég veit alltaf hvað mótleikarinn er að fara að segja. Svo er maður kreatífari, maður er frjálsari í að koma með lélegar hugmyndir í góðum hópi og úr þeim verður oft frábær hugmynd. Mér finnst núorðið eiginlega átakanlega leiðinlegt að skrifa ein í langan tíma. Ég verð pínu hrygg og byrja svo að setja í rosalega margar þvottavélar. Það er ekki gott fyrir neinn nema óhreina þvottinn,“ segir hún og hlær.Kjartan Guðjónsson, Silja og Þóra Karítas með Edduna fyrir ÁstríðiHafði ekki skýra stefnu Silja stefndi ekki alltaf á kvikmyndagerð en segir það frekar hafa gerst náttúrulega, með tímanum. „Ég var ekki svona barn sem hafði einn skýran metnað og var ofsalega fókuseruð á einn hlut snemma. Þetta gerðist með því að reyna ólíka hluti frekar en að ákveða – á löngum tíma. Ég horfði líklega frekar í skapandi áttir af því ég hélt að þá myndi ég ekki þurfa að sitja mikið kyrr, það var kannski aðalástæðan,“ útskýrir hún og hlær. „Svo gerði ég mína fyrstu mynd eftir skáldsögu sem ég skrifaði ásamt Birnu Önnu og Oddnýju og þannig fór ég í leikstjórn fyrir alvöru,“ heldur hún áfram. „Svo hef ég blandað svolítið inn í skrifin og leikstjórnina framleiðslustörfum í stærri erlendum verkefnum, í og með, sem hentar mér vel. Stundum getur verið hressandi að viðra sig. Það sem er samt allra skemmtilegast er að vinna með góðu fólki að einhverju sem maður hefur metnað fyrir, eins og þetta skaup. Að því leytinu til er ég í draumastarfinu.“Silja og GaggaVísir/Ernir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Silja Hauksdóttir er handritshöfundur og leikstjóri. Hún hefur þegar skapað sér nafn í kvikmyndagerð á Íslandi, fyrir kvikmyndina Dís, sem var hennar fyrsta verk, sjónvarpsþáttaröðina Ástríði og svo tók hún þátt í gerð Stelpnanna, sjónvarpsþáttanna Ríkisins og skaupsins 2008, svo eitthvað sé nefnt. Önnur sería Ástríðar var nýverið tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Næsta verkefni Silju er að leikstýra Áramótaskaupinu. „Það er af nægu að taka og þjóðin hefur verið mjög tillitssöm í þeirri viðleitni sinni að sjá okkur fyrir efni,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri létt í bragði, en vinna er þegar hafin við gerð Áramótaskaupsins. Ásamt Silju sem skrifar handrit og leikstýrir, koma að skrifunum þær María Reyndal, Gagga Jónsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir. „Við erum byrjaðar að skrifa og komnar á fullt,“ bætir Silja við. „Við sjáum ekki fram á að lenda í neinni ritstíflu eða efnistakavandræðum enn sem komið er. Það rennur undan okkur efnið. Þetta verður frekar spurning um að sigta út heldur en að prjóna eitthvað við. Maður er kannski uppteknari af málefnum líðandi stundar þegar skaup er fram undan, en mér finnst þetta ár hafa verið sérlega viðburðaríkt.“Tekurðu Hönnu Birnu fyrir? „Ég get ekki látið það leka,“ segir Silja og hlær.Er ekki pressa að leikstýra Áramótaskaupi sem hver einasti Íslendingur horfir á? „Ég vil bara gera þetta vel og vanda mig. Öðru stýri ég ekki í bili og annarri pressu er ég eiginlega ónæm fyrir. Ég trúi því að það sé hægt að hafa skaupið beitt án þess að það sé rætið og að ádeila geti verið áleitin og fyndin í senn. Ég vil bara að fólki hlæi eins mikið og mögulegt er.“ Silja hefur leikstýrt báðum seríum af Ástríði, sem sýndar voru á Stöð 2 með nokkurra ára millibili. Eigum við von á fleiri seríum af Ástríði? „Vonandi, en það er ekki í mínum höndum að ákveða það. Ég veit hins vegar að það er rosalega skemmtilegt að gera þessa þætti. Báðar seríur var þakklátt og gott að vinna. Bæði var hópurinn sem að þessu stendur og skrifar báðar seríurnar svo sterkur og svo þeir sem stóðu að því að framkvæma þetta á endanum, leikararnir og allt, þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli.“Klapp á bakiðHvað þýða svona tilnefningar eins og sú sem þið fenguð á dögunum? „Það eru margir sem senda inn, margar Evrópuþjóðir og mörg verk – þetta er stór pottur sem við vorum dregin upp úr. Ég upplifi þetta sem klapp á bakið fyrir það sem við gerðum. Sem er hressandi því að við erum öll mjög stolt af þáttunum og þakklát fyrir viðtökurnar.“En hvað er fram undan? „Það er bara skaupið. Við erum núna við skriftir, svo er undirbúningur í október og tökur í nóvember. Ef eitthvað stórkostlegt kemur upp tökum við líka upp í desember, en annars á að nýta þann tíma í eftirvinnslu. Svo er það bara gamlárskvöld, nokkrar öndunaræfingar og út með skaupið,“ heldur Silja áfram.Vísir/ErnirÞó að mestur tími Silju fari í vinnu við gerð skaupsins um þessar mundir er í mörg horn að líta. „Ég er líka, ásamt Göggu, að þróa nokkur verkefni. Eitt þeirra, sem er komið lengst, er bíómynd sem okkur er mikið mál með. Bíómynd um unga stelpu sem býr á Akranesi. Hún er ættleiddur Íslendingur í æskublúsaðri tilvistarkreppu – upplifir fordóma frá umhverfinu en kannski mest frá sjálfri sér. Þetta er létt þroskasaga um skemmtilega vaxtarverki. Okkur finnst sjúklega gaman og gefandi að þróa þessa sögu, við höfum báðar verið á áþekkum slóðum, þótt ólíkar séu. Okkur finnst mikilvægt að þessi saga fái að heyrast, þroskasaga ungrar stúlku, sem er að máta sig við umhverfið og sjálfa sig á afar breyskan og skemmtilegan hátt.“ Varst þú dálítið villtur unglingur?„Ég var kannski dáldið týndur unglingur. Ég veit ekki hversu villt ég var. Það bara tilheyrir. Sem betur fer, því þá hefur maður eitthvað að leggja til í þessa sögu,“ segir Silja. „Annars er það breyskleikinn sem mér finnst alltaf mest spennandi í öllum karakterum. Þetta móment þegar maður þarf að horfast í augu við sjálfa sig og viðurkenna mistökin, viðurkenna hvað maður getur verið asnaleg týpa og taka afleiðingunum eða axla ábyrgðina.“Hvítir karlmenn í vanda Silju er það hugleikið að rödd ólíkra hópa fái að heyrast í sögum. „Aðallega er mér hugleikinn þessi fjölbreytileiki. Að verk eftir fjölbreytt fólk fái að njóta sín. Sjálfri er mér það efst í huga að sjá fleiri myndir eftir konur um konur – en ég vil líka fá fjölbreyttari sögur frá fjölbreyttu fólki, í aldri, í kynjum, í uppruna, öllum tegundum. Ég held að við ættum að fókusera – og það er ennþá mikilvægara fyrir okkur sem teljum okkur vera svo einsleit sem þjóð – á það að ólíkar raddir heyrist. Af kvikmyndum síðustu ára og áratuga að dæma er íslenska þjóðin hvítur karlmaður í vanda og eins frábærir og þeir nú eru, þá erum við fjölbreyttari og marglitari en það og það þarf að sýna og spegla og miðla svo til áhorfenda sem eru einmitt alls konar.“Silja og GaggaMeð nett Stokkhólmssyndróm Silja segir mikilvægt að stelpur og konur á öllum aldri fá eitthvað til að samsama sig við. „Þó að ég geti sjálf alveg samsamað mig við marga karlkaraktera þá er það kannski líka bara af því að maður er með nett Stokkhólmssyndróm og sér sjaldan öðru vísi myndir. Ég get alveg líka samsamað mig við sögur af strákum enda trúi ég því að kynin séu innst inni mjög lík. Þrátt fyrir það held að ég hefði alveg gott af því sem áhorfandi, ég tala nú ekki um þegar ég var átta eða fimmtán, eða þegar ég verð sextíu og tveggja – að sögur séu eftir konur og skrifaðar af konum, leikstýrt af konum og öðrum fjölbreyttari útgáfum af alls konar fólki. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir komandi kynslóðir og við ættum að veita því meiri athygli.“ Silju finnst gaman að skrifa, en hún vill aðallega einbeita sér að leikstjórn. „Mér finnst mjög gaman að skrifa, en mun meira gefandi að skrifa með öðrum en að skrifa ein. Silja að tala við Silju finnst mér ekki nógu óvæntur díalógur, þar sem ég veit alltaf hvað mótleikarinn er að fara að segja. Svo er maður kreatífari, maður er frjálsari í að koma með lélegar hugmyndir í góðum hópi og úr þeim verður oft frábær hugmynd. Mér finnst núorðið eiginlega átakanlega leiðinlegt að skrifa ein í langan tíma. Ég verð pínu hrygg og byrja svo að setja í rosalega margar þvottavélar. Það er ekki gott fyrir neinn nema óhreina þvottinn,“ segir hún og hlær.Kjartan Guðjónsson, Silja og Þóra Karítas með Edduna fyrir ÁstríðiHafði ekki skýra stefnu Silja stefndi ekki alltaf á kvikmyndagerð en segir það frekar hafa gerst náttúrulega, með tímanum. „Ég var ekki svona barn sem hafði einn skýran metnað og var ofsalega fókuseruð á einn hlut snemma. Þetta gerðist með því að reyna ólíka hluti frekar en að ákveða – á löngum tíma. Ég horfði líklega frekar í skapandi áttir af því ég hélt að þá myndi ég ekki þurfa að sitja mikið kyrr, það var kannski aðalástæðan,“ útskýrir hún og hlær. „Svo gerði ég mína fyrstu mynd eftir skáldsögu sem ég skrifaði ásamt Birnu Önnu og Oddnýju og þannig fór ég í leikstjórn fyrir alvöru,“ heldur hún áfram. „Svo hef ég blandað svolítið inn í skrifin og leikstjórnina framleiðslustörfum í stærri erlendum verkefnum, í og með, sem hentar mér vel. Stundum getur verið hressandi að viðra sig. Það sem er samt allra skemmtilegast er að vinna með góðu fólki að einhverju sem maður hefur metnað fyrir, eins og þetta skaup. Að því leytinu til er ég í draumastarfinu.“Silja og GaggaVísir/Ernir
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira