Fjölhæf ný V-lína frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 11:48 Mercedes Benz V-Class Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent