Lífið

Mickey Rooney látinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rooney lék í fleiri hundruð kvikmyndum á ferli sínum.
Rooney lék í fleiri hundruð kvikmyndum á ferli sínum. vísir/getty
Bandaríski leikarinn Mickey Rooney lést á heimili sínu í Los Angeles í gær. Hann var 93 ára og hafði glímt við veikindi um nokkuð skeið.

Rooney byrjaði að leika strax í barnæsku og lék í fleiri hundruð kvikmyndum á ferli sínum. Hann var þekktur fyrir skrautlegt einkalíf sitt og giftist átta sinnum.

Fjórum sinnum var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og í tvígang fékk hann heiðursóskar. Leikarinn Laurence Olivier sagði hann besta kvikmyndaleikara sem Bandaríkin hefðu alið af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.