Bíó og sjónvarp

Framhald að The Goonies í bígerð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
The Goonies er ein af klassískum kvikmyndunum frá níunda áratugnum.
The Goonies er ein af klassískum kvikmyndunum frá níunda áratugnum.
Leikstjórinn Richard Donner hefur í hyggju að gera framhald að kvikmyndinni The Goonies sem sló í gegn árið 1986.

Hann stefnir á að fá alla leikara úr fyrri myndinni aftur í hlutverk sín, en meðal leikara í The Goonies voru Corey Feldman, Josh Brolin, Sean Astin, Jeff Cohen og Martha Plimpton.

„Þetta mun gerast. Ég er þúsund prósent viss um að það verður framhald. Ég legg börnin mín að veði,“ er haft eftir Richard á vefsíðunni Variety.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.