Lífið

Þjóðarleiðtogar stærstu ríkja heims knúsuðu kóalabirni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þó að Putin hafi fengið kaldar móttökur frá öðrum þjóðarleiðtogum fékk hann hlýjar móttökur frá kóalabjörnunum.
Þó að Putin hafi fengið kaldar móttökur frá öðrum þjóðarleiðtogum fékk hann hlýjar móttökur frá kóalabjörnunum. Vísir / AFP
Leiðtogar stærstu ríkja heims komu saman í dag til fundar um helstu málefni líðandi stundar. Þeir gerðu þó stutt hlé á þeim umræðum til að knúsa nokkra kóalabirni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þjóðarleiðtogunum, til dæmis Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, þegar þeir fengu kóalabjörn í fangið. Það var forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, sem handlangaði dýrin til þeirra.

Sjá einnig: Pútín fékk kaldar viðtökur á leiðtogafundi

Meðal annara sem náðust á mynd við að knúsa kóalabirni eru Angela Merkel, kanslari þýskalands, Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, og Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu.

Fundurinn, hinn árlega G20 fundur, fer að þessu sinni fram í Ástralíu. Þar eru kóalabirnir ekki óalgeng sjón og má segja að dýrið sé eitt af helstu einkennum landsins. Kóalabirnir finnast á austurströnd Ástralíu og á suðurhluta landsins.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skemmti sér konunglega.Vísir / AFP
Dilma Rousseff að taka við kóalabirni af Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.Vísir / AFP
Angela Merkel, kanslari þýskalands, klappaði dýrinu létt á kollinn.Vísir / AFP
Thein Sein, forseti Myanmar, tók sig vel út með kóalabjörninn í fanginu.Vísir / AFP
Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, skoraðist ekki undan og tók kóalabjörn í fangið.Vísir / AFP
Forsætisráðherra Nýja Sjálands, John Key, er líklega kunnugur þessum skepnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×