Lífið

Hannar skó fyrir H&M

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Segir draum vera að rætast.
Segir draum vera að rætast. VÍSIR/VALLI
Gígja Ísis Guðjónsdóttir fatahönnuður hefur á mánudaginn störf hjá skódeild sænska tískurisans H&M.

„Ég er búin að vera að vinna í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi í tæplega þrjú ár og er búin að vera að vinna í kvennaundirfatadeildinni,“ segir Gígja Ísis.

„Það er lengi búinn að vera draumur og markmið að hanna skó þannig að ég hlakka mjög mikið til að byrja,“ segir Gígja Ísis.

„Ég gerði meðal annars skó fyrir lokasýninguna mína þegar ég útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2011,“ segir Gígja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×