Lífið

Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tim er mikil goðsögn.
Tim er mikil goðsögn. Fréttablaðið/Valli
„Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég las þetta í blaðinu,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Tim Scott McConnell, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Ledfoot.

Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes, en platan er í fyrsta sæti á topp 200 Billboard-listanum í Bandaríkjunum. Einnig er platan og lagið í fyrsta sæti á fleiri vinsældalistum víðar um heim.

Hann segist þekkja Bruce takmarkað.

„Ég hitti hann eftir eina tónleika og við spjölluðum saman heillengi en við þekkjumst ekki mikið,“ útskýrir Tim.

Hann leikur svokallaðan „gothic blues“, sem er dökkur blús og semur hann einnig textana.

„Ég er hérna aðallega til að heimsækja vin minn hann Smutty Smiff, við höfum spilað saman í um þrjátíu ár,“ segir Tim.

Hann kom hingað til lands frá Noregi þar sem hann lék á tónleikum en formlegt tónleikaferðalag kappans hefst ekki fyrr en í mars.

„Það getur alveg verið að ég komi aftur hingað í mars.“

Ledfoot kemur fram á Bar 11 í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 23.00. Með honum leika þeir Smutty Smiff og Erik Qvick og er frítt inn á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.