Andlitslyftur BMW X3 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2014 09:47 Lagleg andlitslyfting BMW X3. Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent
Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent