Háfættur langbakur af vandaðri gerð Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 08:45 Volkswagen Passat Alltrack er frábær ferðabíll. Reynsluakstur – Volkswagen Passat Alltrack Volkswagen Passat á sér langa sögu og hefur verið í boði í 40 ár en þessi gerð hans á sér þó öllu styttri sögu, eða frá árinu 2010. Hér er á ferðinni bíll sem að flestu leiti er eins og venjulegur Passat, en stendur hærra á vegi, er fjórhjóladrifinn og hefur fengið útlitsbreytingar sem hæfa bíl sem fær á að vera um að fara meiri vegleysur. Hann er með útteknum hjólaskálum og hefur að auki fengið aðra fram- og afturstuðara sem gerir hann allan kraftalegri og líklegri til átaka. Hann stendur 3 cm hærra frá vegi og er því farinn að nálgast veghæð jepplinga. Því má segja að Volkswagen Passat Alltrack brúi bilið á milli Passat og Tiguan jepplingsins. Þessi bíll svipar nokkuð til Audi Allroad bílanna sem til eru bæði af A6- og A4 gerð og stærð hans liggur þó nær A4 Allroad. Þessi bíll er þó öllu ódýrari en þeir báðir og með því að bjóða Alltrack sést að Volkswagen bílafjölskyldan er að bjóða velkominn þann kaupendahóp sem hrifinn er af Audi Allroad en hefur ekki alveg efni á svo dýrum bílum. Þar fyrir neðan í verði býður Volkswagen fjölskyldan uppá Skoda Octavia Scout.Öflug dísilvél með ógnartogÞað var alls ekki slæmt að hafa lyklana af Volkswagen Passat Alltrack og vera á leið í sumarbústað austur fyrir fjall yfir helgi. Bíllinn er afar rúmgóður og fór ansi létt með farangur heillar fjölskyldu og eitt reiðhjól að auki sem reyndar var aðeins bútað í sundur og komið fyrir ofan á farangrinum í skottinu. Ekki var meiningin af fara í miklar vegleysur, en þó á malarvegi. Á malbikinu þarf sannarlega að horfa vel á hraðamælinn því með sinni öflugu 177 hestafla dísilvél með forþjöppu er hann afar frískur. Hún togar svo vel að hann er eins og viljugur foli, enda með 380 Nm tog. Passat Alltrack er aðeins í boði hjá Heklu með þessari öflugu dísilvél, en í Þýskalandi má einnig fá hann með 210 hestafla 2,0 l. bensínvél og 140 hestafla 2,0 lítra dísilvél, sem í grunninn er sama vél og í þeim bíl sem hér er í boði, bara aflminni. Báðar þessar gerðir má sérpanta hjá Heklu. Þessi líflega 177 hestafla dísilvél er tengd við 6 gíra DSG sjálfskiptingu og vart þarf að fjölyrði um gæði þeirrar skiptingar frá Volkswagen, hún er ávallt góð. Með þessari vél er eyðsla bílsins aðeins 5,9 l. og það sannaðist í reynsluakstrinum, sem að mestu fór fram á þjóðvegum. Á bílinn var bætt 4.000 krónum af dísilolíu og eftir bústaðarferð í Reykjaskóg og talsvert snatt í bænum að auki, stóð eldsneytismælirinn hærra og eyðslutalan sannreynd. Vel gert þar hjá Volkswagen fyrir stóran bíl.Einföld og vönduð innréttingInnréttingin í Passat Alltrack er hvort tveggja í senn einföld og sérlega vönduð. Hún ber með sér að allt er einstaklega vel smíðað og efnisvalið er sérlega gott. Það er ávallt gaman að sjá þegar einfaldleiki og glæsileiki fer saman og oftast eru einfaldar lausnir bestar. Lagleg silfurlituð umgjörð um miðjustokk mælaborðsins aðgreinir Alltrack frá hefðbundnum Passat og setur sérstakan stíl á innréttinguna. Stýrið, sem er bæði hæðarstillanlegt og aðdraganlegt, er mjög flott og gott að handleika. Hiti er í framsætum sem virkar samstundis. Ágætt hljóðkerfi er í bílnum og 8 hátalarar. Pláss fyrir aftursætisfarþega er eins og gera má ráð fyrir í stærri fjölskyldubílum og fer einkar vel um þá. Skottrými er 588 lítrar og stækkar í 1.716 lítra ef aftursætin eru felld niður. Það er rúmlega á pari við aðra bíla í þessum flokki.Tími langbakanna er langt í frá liðinnAkstur Passat Alltrack er ansi ljúfur og fjórhjóladrifið gerir hann ennþá stöðugri og veitir meiri öryggiskennd, ekki síst á möl. Bíllinn er vel búinn aðstoðarkerfum, stöðugleikakerfi, læsingu á mismunadrifi, skrikvörn og fleiri kerfi sem hjálpa ökumanni við auðveldan akstur bílsins við erfiðar jafnt sem auðveldari aðstæður. Stöðugleiki hans á vegi er alveg til fyrirmyndar og þar er hann lítill eftirbátur dýrari frænda sinna af Audi Allroad-gerð. Fjöðrun bílsins er harðari en í venjulegum Passat til að takast á við meiri hleðslu og erfiðara undirlag og hún er það vel sett upp að hún gæti átt heima í mun dýrari bíl. Hann er líka ári vel hljóðeinangraður og því verður akstur hans ljúfur og áreynslulaus. Fyrir vikið er þessi bíll sérlega heppilegur fyrir fólk á hreyfingu, sem fer út fyrir malbikið oftar en meðalmaðurinn og fyrir fólk sem þarf mikið pláss fyrir farangur. Þeir sem eru að hugleiða kaup á jepplingum, eins og margir gera um þessar mundir ættu að skoða bíl eins og þennan. Hann er með betri akstureiginleikum og tekur ef eitthvað er meira af farangri og enn betur fer um aftursætisfarþega. Tími langbakanna er langt í frá liðinn, þeir eru einstaklega notadrjúgir bílar, sérstaklega ef þeir eru eins vel úr garði gerðir og þessi bíll. Passat Alltrack er þó dýrari en margir þeirra, en hann kostar 7.120.000 en fyrir það fæst vandaður bíll sem hentar vel íslenskum aðstæðum, er fjórhjóladrifinn og með mikla veghæð.Kostir: Aksturseiginleikar, vél, hljóðláturÓkostir: Lágstemmt ytra útlit, hátt verð 2,0 l. dísilvél með forþjöppu, 177 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: 7.120.000 kr. Umboð: HeklaEinföld, stílhrein og lagleg innrétting.Gríðarmikið skottpláss er í Volkswagen Passat Alltrack. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen Passat Alltrack Volkswagen Passat á sér langa sögu og hefur verið í boði í 40 ár en þessi gerð hans á sér þó öllu styttri sögu, eða frá árinu 2010. Hér er á ferðinni bíll sem að flestu leiti er eins og venjulegur Passat, en stendur hærra á vegi, er fjórhjóladrifinn og hefur fengið útlitsbreytingar sem hæfa bíl sem fær á að vera um að fara meiri vegleysur. Hann er með útteknum hjólaskálum og hefur að auki fengið aðra fram- og afturstuðara sem gerir hann allan kraftalegri og líklegri til átaka. Hann stendur 3 cm hærra frá vegi og er því farinn að nálgast veghæð jepplinga. Því má segja að Volkswagen Passat Alltrack brúi bilið á milli Passat og Tiguan jepplingsins. Þessi bíll svipar nokkuð til Audi Allroad bílanna sem til eru bæði af A6- og A4 gerð og stærð hans liggur þó nær A4 Allroad. Þessi bíll er þó öllu ódýrari en þeir báðir og með því að bjóða Alltrack sést að Volkswagen bílafjölskyldan er að bjóða velkominn þann kaupendahóp sem hrifinn er af Audi Allroad en hefur ekki alveg efni á svo dýrum bílum. Þar fyrir neðan í verði býður Volkswagen fjölskyldan uppá Skoda Octavia Scout.Öflug dísilvél með ógnartogÞað var alls ekki slæmt að hafa lyklana af Volkswagen Passat Alltrack og vera á leið í sumarbústað austur fyrir fjall yfir helgi. Bíllinn er afar rúmgóður og fór ansi létt með farangur heillar fjölskyldu og eitt reiðhjól að auki sem reyndar var aðeins bútað í sundur og komið fyrir ofan á farangrinum í skottinu. Ekki var meiningin af fara í miklar vegleysur, en þó á malarvegi. Á malbikinu þarf sannarlega að horfa vel á hraðamælinn því með sinni öflugu 177 hestafla dísilvél með forþjöppu er hann afar frískur. Hún togar svo vel að hann er eins og viljugur foli, enda með 380 Nm tog. Passat Alltrack er aðeins í boði hjá Heklu með þessari öflugu dísilvél, en í Þýskalandi má einnig fá hann með 210 hestafla 2,0 l. bensínvél og 140 hestafla 2,0 lítra dísilvél, sem í grunninn er sama vél og í þeim bíl sem hér er í boði, bara aflminni. Báðar þessar gerðir má sérpanta hjá Heklu. Þessi líflega 177 hestafla dísilvél er tengd við 6 gíra DSG sjálfskiptingu og vart þarf að fjölyrði um gæði þeirrar skiptingar frá Volkswagen, hún er ávallt góð. Með þessari vél er eyðsla bílsins aðeins 5,9 l. og það sannaðist í reynsluakstrinum, sem að mestu fór fram á þjóðvegum. Á bílinn var bætt 4.000 krónum af dísilolíu og eftir bústaðarferð í Reykjaskóg og talsvert snatt í bænum að auki, stóð eldsneytismælirinn hærra og eyðslutalan sannreynd. Vel gert þar hjá Volkswagen fyrir stóran bíl.Einföld og vönduð innréttingInnréttingin í Passat Alltrack er hvort tveggja í senn einföld og sérlega vönduð. Hún ber með sér að allt er einstaklega vel smíðað og efnisvalið er sérlega gott. Það er ávallt gaman að sjá þegar einfaldleiki og glæsileiki fer saman og oftast eru einfaldar lausnir bestar. Lagleg silfurlituð umgjörð um miðjustokk mælaborðsins aðgreinir Alltrack frá hefðbundnum Passat og setur sérstakan stíl á innréttinguna. Stýrið, sem er bæði hæðarstillanlegt og aðdraganlegt, er mjög flott og gott að handleika. Hiti er í framsætum sem virkar samstundis. Ágætt hljóðkerfi er í bílnum og 8 hátalarar. Pláss fyrir aftursætisfarþega er eins og gera má ráð fyrir í stærri fjölskyldubílum og fer einkar vel um þá. Skottrými er 588 lítrar og stækkar í 1.716 lítra ef aftursætin eru felld niður. Það er rúmlega á pari við aðra bíla í þessum flokki.Tími langbakanna er langt í frá liðinnAkstur Passat Alltrack er ansi ljúfur og fjórhjóladrifið gerir hann ennþá stöðugri og veitir meiri öryggiskennd, ekki síst á möl. Bíllinn er vel búinn aðstoðarkerfum, stöðugleikakerfi, læsingu á mismunadrifi, skrikvörn og fleiri kerfi sem hjálpa ökumanni við auðveldan akstur bílsins við erfiðar jafnt sem auðveldari aðstæður. Stöðugleiki hans á vegi er alveg til fyrirmyndar og þar er hann lítill eftirbátur dýrari frænda sinna af Audi Allroad-gerð. Fjöðrun bílsins er harðari en í venjulegum Passat til að takast á við meiri hleðslu og erfiðara undirlag og hún er það vel sett upp að hún gæti átt heima í mun dýrari bíl. Hann er líka ári vel hljóðeinangraður og því verður akstur hans ljúfur og áreynslulaus. Fyrir vikið er þessi bíll sérlega heppilegur fyrir fólk á hreyfingu, sem fer út fyrir malbikið oftar en meðalmaðurinn og fyrir fólk sem þarf mikið pláss fyrir farangur. Þeir sem eru að hugleiða kaup á jepplingum, eins og margir gera um þessar mundir ættu að skoða bíl eins og þennan. Hann er með betri akstureiginleikum og tekur ef eitthvað er meira af farangri og enn betur fer um aftursætisfarþega. Tími langbakanna er langt í frá liðinn, þeir eru einstaklega notadrjúgir bílar, sérstaklega ef þeir eru eins vel úr garði gerðir og þessi bíll. Passat Alltrack er þó dýrari en margir þeirra, en hann kostar 7.120.000 en fyrir það fæst vandaður bíll sem hentar vel íslenskum aðstæðum, er fjórhjóladrifinn og með mikla veghæð.Kostir: Aksturseiginleikar, vél, hljóðláturÓkostir: Lágstemmt ytra útlit, hátt verð 2,0 l. dísilvél með forþjöppu, 177 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: 7.120.000 kr. Umboð: HeklaEinföld, stílhrein og lagleg innrétting.Gríðarmikið skottpláss er í Volkswagen Passat Alltrack.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent