Handbolti

Tap í kvöld er enginn dauðadómur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Val (2010-12) og Stjörnunni (2005) á ferlinum.
Kristín Guðmundsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Val (2010-12) og Stjörnunni (2005) á ferlinum. Vísir/Daníel
Stjarnan og Valur hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna en leikur eitt er klukkan 19.45 í Mýrinni í Garðabæ.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um mikilvægi fyrsta leiks í svona seríu en ef marka má síðustu tvö úrslitaeinvígi hjá konunum þá er það samt enginn dauðadómur að tapa fyrsta leiknum í einvíginu.

Valur (2012) og Fram (2013) töpuðu bæði leik eitt á heimavelli en komu til baka og tryggðu sér titilinn eftir sigur í oddaleik. Á árunum 2009 til 2011 vann sigurvegari fyrsta leiksins hins vegar alltaf titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×