Lífið

Meg Ryan á lausu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Meg Ryan og tónlistarmaðurinn John Mellencamp eru hætt saman samkvæmt heimildum tímaritsins Closer Weekly.

„Þau hættu saman fyrir nokkrum vikum,“ segir heimildarmaður ritsins en Meg og John voru búin að vera saman í þrjú ár. Athyglin sem parið fékk frá fjölmiðlum gæti hafa orsakað sambandsslitin.

„Ég held að hann hafi ekki verið hrifinn af athyglinni sem hann fékk bara fyrir að deita leikkonu. Ég skal veðja að hann heldur sig frá því að vera í sambandi með annarri, frægri manneskju í einhvern tíma,“ segir ónefndur vinur tónlistarmannsins í samtali við Closer Weekly.

John var áður kvæntur ofurfyrirsætunni Elaine Irwin en þau skildu árið 2011 eftir nítján ára hjónaband. Meg var gift leikaranum Dennis Quaid á árunum 1991 til 2001. Hún var í stuttu sambandi með leikaranum Russell Crowe árið sem hún skildi eftir að þau léku saman í myndinni Proof of Life.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.