Lífið

George W. Bush er ekki kuldaskræfa

Hér má sjá eiginkonu George W. Bush að hella yfir hann ísköldu vatni.
Hér má sjá eiginkonu George W. Bush að hella yfir hann ísköldu vatni. mynd/skjáskot
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti myndskeið af sér í dag þar sem hann tekur þátt í nýjasta æði Bandaríkjamanna The Ice Bucket Challenge.

Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka áskoruninni en hann byrjaði myndbandið á því að segjast ekki ætla að baða sig í ísvatni heldur einungis skrifa ávísun til ALS-samtakanna sem að Ísfötuáskorunin á að vekja athygli á.

Kona hans, Laura Bush var þó ekki lengi að fylla fötu af ísvatni til þess að hella á eiginmanninn og tók hann því blessunarlega vel.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.