Púlsinn 20.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 20. ágúst 2014 13:31 Það hefur varla farið framhjá mörgun hið svokalla „Ice Bucket Challenge“ sem tröllríður öllu þessa daganna. Áskorunin snýst um að hella klakavatni yfir sig og skora svo á aðra að gera slíkt hið sama ellegar styrkja góðgerðasamtök. Fjölmargir þekktir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa þegar tekið áskoruninni en Dave Grohl og félagar í Foo Fighters fóru með þetta í nýja hæðir í gær þegar að þeir endurgerðu atriði úr hrollvekjunni Carrie eftir Stephen King. Dave Grohl skoraði svo einnig á sjálfan Stephen King og aðalleikarann John Travolta og bætti hann einnig Jack Black í hópinn. En myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Arctic Monkeys munu klára AM túrinn um helgina þegar að sveitin kemur fram á Reading og Leeds hátíðinni í Bretlandi. Hefur Alex Turner sagt að hátíðin sé fullkominn endir á þessu ferðalagi sem hefur staðið linnulaust yfir síðan í júlí á síðasta ári. En meðlimir Arctic Monkeys fóru nokkrum sinnum á hátíðina sem gestir áður en að þeir slógu í gegn með sinni fyrstu plötu.Áfengi fyllir nú allar hillur í verslunum í ReadingMeira af Reading því að íbúar Reading bæjarins hafa kvartað yfir því að búðir í bænum hugsi eingöngu um að þjónusta þá 90.000 hátíðargesti sem mæta á hátíðina. Máli sínu til stuðnings hafa þeir birt myndir úr matvörubúðum þar sem að búið er að fjarlægja salat og fleira til að koma meira áfengi fyrir. Talsmaður Tesco sagði þessa helgi vera stærri en jólahelgin hjá búðinni og búast þeir við 35.000 gestum á dag á meðan að hátíðinni stendur og því væri mjög eðlilegt að þeir vörur sem flestir vilja kaupa séu á áberandi stað. Breska hljómsveitin Bush virðist glíma við smávægilega fjárhagsvandræði þessa daganna en þeir hafa beðið aðdáendur um aðstoð við að fjármagna næstu plötu hljómsveitarinnar. Þeir aðdáendur sem taka þátt í fjármögnunni fá boli, hljóðfæri, dvd og fleira í staðinn. Nú styttist óðum í Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Veislan hefst klukkan 14:00 og þær hljómsveitir sem koma fram eru Major Pink, Endless Dark, Art is Dead, Úlfur Úlfur, Vio, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Dimma, Sólstafir og Kaleo Harmageddon Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Kjarnorka er bara fínt stöff Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon
Það hefur varla farið framhjá mörgun hið svokalla „Ice Bucket Challenge“ sem tröllríður öllu þessa daganna. Áskorunin snýst um að hella klakavatni yfir sig og skora svo á aðra að gera slíkt hið sama ellegar styrkja góðgerðasamtök. Fjölmargir þekktir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa þegar tekið áskoruninni en Dave Grohl og félagar í Foo Fighters fóru með þetta í nýja hæðir í gær þegar að þeir endurgerðu atriði úr hrollvekjunni Carrie eftir Stephen King. Dave Grohl skoraði svo einnig á sjálfan Stephen King og aðalleikarann John Travolta og bætti hann einnig Jack Black í hópinn. En myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Arctic Monkeys munu klára AM túrinn um helgina þegar að sveitin kemur fram á Reading og Leeds hátíðinni í Bretlandi. Hefur Alex Turner sagt að hátíðin sé fullkominn endir á þessu ferðalagi sem hefur staðið linnulaust yfir síðan í júlí á síðasta ári. En meðlimir Arctic Monkeys fóru nokkrum sinnum á hátíðina sem gestir áður en að þeir slógu í gegn með sinni fyrstu plötu.Áfengi fyllir nú allar hillur í verslunum í ReadingMeira af Reading því að íbúar Reading bæjarins hafa kvartað yfir því að búðir í bænum hugsi eingöngu um að þjónusta þá 90.000 hátíðargesti sem mæta á hátíðina. Máli sínu til stuðnings hafa þeir birt myndir úr matvörubúðum þar sem að búið er að fjarlægja salat og fleira til að koma meira áfengi fyrir. Talsmaður Tesco sagði þessa helgi vera stærri en jólahelgin hjá búðinni og búast þeir við 35.000 gestum á dag á meðan að hátíðinni stendur og því væri mjög eðlilegt að þeir vörur sem flestir vilja kaupa séu á áberandi stað. Breska hljómsveitin Bush virðist glíma við smávægilega fjárhagsvandræði þessa daganna en þeir hafa beðið aðdáendur um aðstoð við að fjármagna næstu plötu hljómsveitarinnar. Þeir aðdáendur sem taka þátt í fjármögnunni fá boli, hljóðfæri, dvd og fleira í staðinn. Nú styttist óðum í Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Veislan hefst klukkan 14:00 og þær hljómsveitir sem koma fram eru Major Pink, Endless Dark, Art is Dead, Úlfur Úlfur, Vio, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Dimma, Sólstafir og Kaleo
Harmageddon Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Kjarnorka er bara fínt stöff Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon