Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 90-94 | Hnífjafn leikur Elvar Geir Magnússon í Ásgarði skrifar 13. febrúar 2014 21:00 Vísir/Daníel Grindvíkingar unnu nauman sigur á kanalausum Stjörnumönnum, 94-90, í Garðabænum í kvöld þegar liðin mættust í æsispennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði og náði þessum myndum sem sjá má bæði hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Grindavík vann á endanum fjögurra stiga sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Einbeitingarskortur virtist hrjá Íslandsmeistarana í upphafi leiks enda viðurkenndi Sigurður Þorsteinsson að komandi bikarbarátta væri ofarlega í hugum manna. Ungir leikmenn Stjörnunnar voru vel gíraðir í byrjun og liðið fékk framlag frá nánast öllum. Eftir fyrsta fjórðunginn náðu Grindvíkingar upp betri takti og voru á eldi í upphafi 2. leikhluta. Þeir voru eftir það oftast hænuskrefi á undan en Stjarnan átti nóg á tanknum og leikurinn var hnífjafn. Það var hiti í mönnum sem létu dómarana fara nokkuð í taugarnar á sér. Bæði lið gerðu sig sek um slæm mistök í á lokasprettinum en á endanum reyndust mistök Stjörnunnar á ögurstundu vera dýrkeyptari og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð. Garðbæingar klúðruðu opnum skotum og töpuðu boltanum klaufalega, atvik sem munu fara í gegnum hugann þegar þeir leggjast á koddann í kvöld. Stjarnan er í 7.-8. sæti með jafnmörg stig og Snæfell sem vann ÍR í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti en liðin í kring eiga leiki inni.Sigurður Þorsteins: Stefnum á að vinna alla leiki sem eftir eru"Við höfðum þetta af," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur. "Við byrjuðum þetta skelfilega en löguðum það í öðrum leikhluta. Svo kom stígandi í leikinn og við kláruðum hann." "Bikarleikurinn er ofarlega í hugum manna og ætli það hafi ekki truflað okkur í byrjun. Það var síðan fjör í þessu í lokin, tæknivillur og svona. Það verður að fylgja. Ýmsir dómar fóru í taugarnar á okkur og við fórum örugglega í taugarnar á dómurunum. Þetta fór í báðar áttir." "Við þurftum að klára leikinn upp á þriðja sætið. Það er langskot á toppinn en við verðum bara að halda okkar braut. Markmið okkar er augljóst: Vinna allt, alla leiki sem eftir eru."Dagur Kár: Á morgun er nýr dagur "Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við hefðum alveg getað unnið þennan leik, við vorum að spila fínt í dag en náðum ekki að klára þetta," sagði Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar. "Við byrjuðum vel, komumst vel í gang og náðum fínu forskoti. Við vorum svo að fá fín skot en þau voru ekki að detta. Boltinn vildi ekki niður og Grindavík náði að komast inn í leikinn." "Það er leiðinlegt að kenna óheppni um. Við hefðum alltaf getað gert betur. Nú notum við þennan leik bara í framhaldinu til að reyna að standa okkur betur. Það er hægt að taka jákvæða hluti úr þessu."Matthew „Junior" Hairston var fjarri góðu gamni í kvöld hjá Stjörnunni. "Við höfum verið í tveimur jöfnum leikjum meðan Junior er í burtu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur og við verðum með heilt lið. Við svekkjum okkur í kvöld en á morgun er nýr dagur og við höldum áfram að reyna að bæta okkur," sagði Dagur.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23) Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3.Leiklýsing: Stjarnan - Grindavík LEIK LOKIÐ, 90-94: Aftur fór Jóhann á vítalínuna en skoraði að þessu sinni úr báðum. Þar með kláraðist möguleiki Stjörnunnar. Stigahæstu menn koma inn eftir smá stund. 4. leikhluti, 86-92: Stjarnan sendi Jóhann Árna á vítalínuna og hann misnotaði annað skot sitt. Stjarnan fór svo illa að ráði sínu í næstu sókn. 18 sekúndur eftir. 4. leikhluti, 86-91: 50 sekúndur eftir og Grindavík tekur leikhlé. Ólafur Ólafsson fékk dæmda á sig sína fimmtu villu og þar með útilokun. Miði er möguleiki fyrir Garðbæinga. 4. leikhluti, 84-91: Ævintýraleg sókn Stjörnunnar, hvert skotið á fætur öðru en ekki vildi boltinn ofan í. Sigurður Þorsteinsson fór svo á vítalínuna fyrir Grindavík. Klúðraði fyrra skotinu en það síðara fór ofan í. Grindavík hélt boltanum og Clinch hitti úr góðu skoti og fékk víti að auki. 4. leikhluti, 84-87: 1:50 eftir. Dagur Kár Jónsson minnkaði í þrjú stig og Stjarnan vann svo boltann. 4. leikhluti, 82-87: Fannar Helgason hitti ekki einu sinni körfuhringinn, loftbolti. Sigurður Þorsteinsson fór upp og skoraði hinumegin. Stjarnan tekur leikhlé. 2:47 eftir á klukkunni. 4. leikhluti, 82-85: 4 mínútur eftir. Mönnum er heitt í hamsi. Skiljanlega. Stjarnan er með boltann. Sigurður Þorsteinsson með 4 villur hjá gestunum og þeir Jón og Tómas hjá Stjörnunni. 4. leikhluti, 80-81: Leikhlutinn um hálfnaður. Eftir klaufagang Stjörnunnar náði Grindavík að endurheimta forystuna í leiknum. En tæpara getur það ekki verið... Stjarnan er með boltann. 4. leikhluti, 78-77: Justin Shouse að koma heimamönnum yfir. Það er háspenna, lífshætta, stemning, stuð og allur pakkinn í Garðabænum.4. leikhluti, 74-77: Grindvíkingar hænuskrefi á undan en það virðist næg orka í Stjörnumönnum. Twitter: Viktor Hólmgeirsson @ViktorHrafn Koma svo Stjörnumenn - það væri óásættanlegt að tapa fjórða leiknum í röð. #Skeidin 4. leikhluti, 69,73: Lokafjórðungurinn byrjar með látum. Marvin að setja niður þrist fyrir Stjörnuna. 3. leikhluta lokið, 66-71: Kjartan Helgi Steinþórsson með mikilvægan þrist fyrir Grindavík áður en Marvin Valdimarsson skoraði tvö af vítalínunni, kominn með 10 stig alls. Björn Steinar Brynjólfsson næstum búinn að skora flautukörfu fyrir Stjörnuna en klikkaði, hefði getað minnkað muninn í þrjú stig. Lokafjórðungurinn eftir. 3. leikhluti, 63-67: Justin Shouse kominn með 30 stig, aðrir Stjörnumenn ekki að hitta eins vel og áðan, Jóhann Árni er með 17 stig. Þeir eru stigahæstir í liðunum. Spennan það mikil að sjálfur Siggi dúlla er mættur að fylgjast með. Er uppi í VIP-svölunum að sjálfsögðu, tekur þar sæti Bjarna Benediktssonar sem ekki gat mætt í kvöld. 3. leikhluti, 56-60: Smá þriggja stiga sýning í gangi núna. Justin Shouse með snotran þrist og Jón Axel Guðmundsson vildi ekki vera minni maður og setti þrist hinumegin. Ólafur Ólafsson er í hvíld hjá Grindvíkingum eftir að hafa fengið sína fjórðu villu. 3. leikhluti, 51-57: Sigurður Þorsteinsson var að skora af ótrúlegu harðfylgi og eftir það kom Ólafur Ólafsson sem kveikti svo sannarlega í Grindvíkingum í stúkunni. Allt annað að sjá Grindavíkurliðið núna heldur en í upphafi leiksins. Einbeitingin allt önnur. 3. leikhluti, 49-47: Earnest Lewis Clinch hefur seinni hálfleikinn á troðslu. Vonandi fyrirboði um þau tilþrif sem eiga eftir að koma! Hálfleikur: Ef það er eitthvað stuðningsmannalag sem festist í hausnum á manni þá er það "Við erum Stjörnumenn" sem fjallar um að Stjörnumenn séu í sífellu að lyfta bikurum. Lagið hefur meðal annars verið sungið hástöfum á Das Bier Pub í Álaborg. Hálfleikur, stigahæstir:Stjarnan: Justin Shouse 18, Dagur Kár Jónsson 12, Marvin Valdimarsson 7. Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 14, Sigurður Þorsteinsson 9, Ómar Örn Sævarsson 6. Hálfleikur, 49-45: Það er kominn hálfleikur í þessum fjöruga leik. Þristur frá Justin Shouse í blálok hálfleiksins gerir það að verkum að Stjarnan hefur fjögurra stiga forystu. Dagur Kár Jónsson að spila vel fyrir heimamenn, kominn með tólf stig, Jóhann Árni með 14 fyrir Grindavík en annars hendi ég inn upplýsingum um stigaskor eftir smástund. 2. leikhluti, 39-38: Jóhann Árni Ólafsson stigahæstur hjá Grindavík með 14 stig en Justin Shouse með 13 fyrir Stjörnumenn. Búið að fjölga vel meðal áhorfenda. Íslenskir íþróttaáhugamenn seinir á völlinn. Vilja klárar fréttirnar. 2. leikhluti, 35-35: Fannar Helgason náði skora fyrstu stig Stjörnunnar í þessum leikhluta en Grindvíkingar svöruðu strax. Þetta er kaflaskipt og hnífjafnt. Vonandi heldur fjörið áfram svona. 2. leikhluti, 30-31: Ég skal segja ykkur það! 11-0 kafli hjá Grindavík í upphafi annars fjórðungs. "Þið megið ekki vera hræddir," segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, sem tók leikhlé. 2. leikhluti, 30-27: Fín barátta í leiknum og Domino's auglýsingaskilti fékk að kenna á því. Fyrstu sjö stig annars leikhluta eru Grindvíkinga. 1. leikhluta lokið,30-20: Leikur sem lofar svo sannarlega góðu. Tíu stiga forysta hjá Stjörnunni að loknum fyrsta fjórðung. "Jæja byrjum þetta hérna" öskrar Grindvíkingur í stúkunni. 1. leikhluti, 28-18: Dagur Kár að fara vel af stað hjá Stjörnunni, kominn með fimm stig. Sigurður Þorsteinsson reynir að öskra sig og sína menn áfram. Heimamenn töluvert gíraðri í byrjun. 1. leikhluti, 17:10: Stigaskorið að dreifast vel hjá Stjörnunni. Virðast allir heimamenn vera í fínum gír hér í byrjun leiks. 1. leikhluti, 8-6: Justin Shouse skotglaður í byrjun og er kominn með sex stig. Nokkrir hressir Stjörnukrakkar mættir með trommur í húsið við litla kátínu mína. Þoli ekki trommur í íþróttahúsum... en ég lifi þetta af, engar áhyggjur. 1. leikhluti, 2-2: Leikurinn er farinn af stað. Fannar Helgason með fyrstu stig leiksins en gestirnir svöruðu um hæl. Fyrir leik: Aðeins um 40 áhorfendur mættir þegar örfáar mínútur eru í leik. Vonandi fjölgar í stúkunni. Vallarþulurinn er að kynna liðin og gerir það prýðilega vel. Toppmaðurinn Leifur Garðarsson er meðal dómara. Fögnum því. Fyrir leik: Styttist í leikinn og áhorfendur að tínast inn í húsið. Lyktin í salnum er eins og á alvöru skyndibitastað. Búið að grilla hamborgara ofan í svanga gesti og lyktin af þeim umlykur allt. Fyrir leik: Það þarf ekki að segja íþróttaáhugafólki að þessi lið mættust í úrslitum í fyrra. Þá vann Grindavík i æsispennandi oddaleik og er ríkjandi Íslandsmeistari. Fyrri leikur liðanna í vetur endaði 87-67 fyrir Grindavík. Fyrir leik: Leikmenn Stjörnunnar ekki alveg nógu sáttir við lagalistann sem er í gangi í upphitun svo einn leikmanna þeir stekkur upp á svalir og lætur önnur lög í kerfið.Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að hita upp hér í Garðabænum. Þar á meðal er Björn Steinar Brynjólfsson sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Grindavík í vetur og mætir því sínum fyrrum samherjum en núverandi vinum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Grindavíkur lýst.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Grindvíkingar unnu nauman sigur á kanalausum Stjörnumönnum, 94-90, í Garðabænum í kvöld þegar liðin mættust í æsispennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði og náði þessum myndum sem sjá má bæði hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Grindavík vann á endanum fjögurra stiga sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Einbeitingarskortur virtist hrjá Íslandsmeistarana í upphafi leiks enda viðurkenndi Sigurður Þorsteinsson að komandi bikarbarátta væri ofarlega í hugum manna. Ungir leikmenn Stjörnunnar voru vel gíraðir í byrjun og liðið fékk framlag frá nánast öllum. Eftir fyrsta fjórðunginn náðu Grindvíkingar upp betri takti og voru á eldi í upphafi 2. leikhluta. Þeir voru eftir það oftast hænuskrefi á undan en Stjarnan átti nóg á tanknum og leikurinn var hnífjafn. Það var hiti í mönnum sem létu dómarana fara nokkuð í taugarnar á sér. Bæði lið gerðu sig sek um slæm mistök í á lokasprettinum en á endanum reyndust mistök Stjörnunnar á ögurstundu vera dýrkeyptari og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð. Garðbæingar klúðruðu opnum skotum og töpuðu boltanum klaufalega, atvik sem munu fara í gegnum hugann þegar þeir leggjast á koddann í kvöld. Stjarnan er í 7.-8. sæti með jafnmörg stig og Snæfell sem vann ÍR í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti en liðin í kring eiga leiki inni.Sigurður Þorsteins: Stefnum á að vinna alla leiki sem eftir eru"Við höfðum þetta af," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur. "Við byrjuðum þetta skelfilega en löguðum það í öðrum leikhluta. Svo kom stígandi í leikinn og við kláruðum hann." "Bikarleikurinn er ofarlega í hugum manna og ætli það hafi ekki truflað okkur í byrjun. Það var síðan fjör í þessu í lokin, tæknivillur og svona. Það verður að fylgja. Ýmsir dómar fóru í taugarnar á okkur og við fórum örugglega í taugarnar á dómurunum. Þetta fór í báðar áttir." "Við þurftum að klára leikinn upp á þriðja sætið. Það er langskot á toppinn en við verðum bara að halda okkar braut. Markmið okkar er augljóst: Vinna allt, alla leiki sem eftir eru."Dagur Kár: Á morgun er nýr dagur "Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við hefðum alveg getað unnið þennan leik, við vorum að spila fínt í dag en náðum ekki að klára þetta," sagði Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar. "Við byrjuðum vel, komumst vel í gang og náðum fínu forskoti. Við vorum svo að fá fín skot en þau voru ekki að detta. Boltinn vildi ekki niður og Grindavík náði að komast inn í leikinn." "Það er leiðinlegt að kenna óheppni um. Við hefðum alltaf getað gert betur. Nú notum við þennan leik bara í framhaldinu til að reyna að standa okkur betur. Það er hægt að taka jákvæða hluti úr þessu."Matthew „Junior" Hairston var fjarri góðu gamni í kvöld hjá Stjörnunni. "Við höfum verið í tveimur jöfnum leikjum meðan Junior er í burtu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur og við verðum með heilt lið. Við svekkjum okkur í kvöld en á morgun er nýr dagur og við höldum áfram að reyna að bæta okkur," sagði Dagur.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23) Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3.Leiklýsing: Stjarnan - Grindavík LEIK LOKIÐ, 90-94: Aftur fór Jóhann á vítalínuna en skoraði að þessu sinni úr báðum. Þar með kláraðist möguleiki Stjörnunnar. Stigahæstu menn koma inn eftir smá stund. 4. leikhluti, 86-92: Stjarnan sendi Jóhann Árna á vítalínuna og hann misnotaði annað skot sitt. Stjarnan fór svo illa að ráði sínu í næstu sókn. 18 sekúndur eftir. 4. leikhluti, 86-91: 50 sekúndur eftir og Grindavík tekur leikhlé. Ólafur Ólafsson fékk dæmda á sig sína fimmtu villu og þar með útilokun. Miði er möguleiki fyrir Garðbæinga. 4. leikhluti, 84-91: Ævintýraleg sókn Stjörnunnar, hvert skotið á fætur öðru en ekki vildi boltinn ofan í. Sigurður Þorsteinsson fór svo á vítalínuna fyrir Grindavík. Klúðraði fyrra skotinu en það síðara fór ofan í. Grindavík hélt boltanum og Clinch hitti úr góðu skoti og fékk víti að auki. 4. leikhluti, 84-87: 1:50 eftir. Dagur Kár Jónsson minnkaði í þrjú stig og Stjarnan vann svo boltann. 4. leikhluti, 82-87: Fannar Helgason hitti ekki einu sinni körfuhringinn, loftbolti. Sigurður Þorsteinsson fór upp og skoraði hinumegin. Stjarnan tekur leikhlé. 2:47 eftir á klukkunni. 4. leikhluti, 82-85: 4 mínútur eftir. Mönnum er heitt í hamsi. Skiljanlega. Stjarnan er með boltann. Sigurður Þorsteinsson með 4 villur hjá gestunum og þeir Jón og Tómas hjá Stjörnunni. 4. leikhluti, 80-81: Leikhlutinn um hálfnaður. Eftir klaufagang Stjörnunnar náði Grindavík að endurheimta forystuna í leiknum. En tæpara getur það ekki verið... Stjarnan er með boltann. 4. leikhluti, 78-77: Justin Shouse að koma heimamönnum yfir. Það er háspenna, lífshætta, stemning, stuð og allur pakkinn í Garðabænum.4. leikhluti, 74-77: Grindvíkingar hænuskrefi á undan en það virðist næg orka í Stjörnumönnum. Twitter: Viktor Hólmgeirsson @ViktorHrafn Koma svo Stjörnumenn - það væri óásættanlegt að tapa fjórða leiknum í röð. #Skeidin 4. leikhluti, 69,73: Lokafjórðungurinn byrjar með látum. Marvin að setja niður þrist fyrir Stjörnuna. 3. leikhluta lokið, 66-71: Kjartan Helgi Steinþórsson með mikilvægan þrist fyrir Grindavík áður en Marvin Valdimarsson skoraði tvö af vítalínunni, kominn með 10 stig alls. Björn Steinar Brynjólfsson næstum búinn að skora flautukörfu fyrir Stjörnuna en klikkaði, hefði getað minnkað muninn í þrjú stig. Lokafjórðungurinn eftir. 3. leikhluti, 63-67: Justin Shouse kominn með 30 stig, aðrir Stjörnumenn ekki að hitta eins vel og áðan, Jóhann Árni er með 17 stig. Þeir eru stigahæstir í liðunum. Spennan það mikil að sjálfur Siggi dúlla er mættur að fylgjast með. Er uppi í VIP-svölunum að sjálfsögðu, tekur þar sæti Bjarna Benediktssonar sem ekki gat mætt í kvöld. 3. leikhluti, 56-60: Smá þriggja stiga sýning í gangi núna. Justin Shouse með snotran þrist og Jón Axel Guðmundsson vildi ekki vera minni maður og setti þrist hinumegin. Ólafur Ólafsson er í hvíld hjá Grindvíkingum eftir að hafa fengið sína fjórðu villu. 3. leikhluti, 51-57: Sigurður Þorsteinsson var að skora af ótrúlegu harðfylgi og eftir það kom Ólafur Ólafsson sem kveikti svo sannarlega í Grindvíkingum í stúkunni. Allt annað að sjá Grindavíkurliðið núna heldur en í upphafi leiksins. Einbeitingin allt önnur. 3. leikhluti, 49-47: Earnest Lewis Clinch hefur seinni hálfleikinn á troðslu. Vonandi fyrirboði um þau tilþrif sem eiga eftir að koma! Hálfleikur: Ef það er eitthvað stuðningsmannalag sem festist í hausnum á manni þá er það "Við erum Stjörnumenn" sem fjallar um að Stjörnumenn séu í sífellu að lyfta bikurum. Lagið hefur meðal annars verið sungið hástöfum á Das Bier Pub í Álaborg. Hálfleikur, stigahæstir:Stjarnan: Justin Shouse 18, Dagur Kár Jónsson 12, Marvin Valdimarsson 7. Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 14, Sigurður Þorsteinsson 9, Ómar Örn Sævarsson 6. Hálfleikur, 49-45: Það er kominn hálfleikur í þessum fjöruga leik. Þristur frá Justin Shouse í blálok hálfleiksins gerir það að verkum að Stjarnan hefur fjögurra stiga forystu. Dagur Kár Jónsson að spila vel fyrir heimamenn, kominn með tólf stig, Jóhann Árni með 14 fyrir Grindavík en annars hendi ég inn upplýsingum um stigaskor eftir smástund. 2. leikhluti, 39-38: Jóhann Árni Ólafsson stigahæstur hjá Grindavík með 14 stig en Justin Shouse með 13 fyrir Stjörnumenn. Búið að fjölga vel meðal áhorfenda. Íslenskir íþróttaáhugamenn seinir á völlinn. Vilja klárar fréttirnar. 2. leikhluti, 35-35: Fannar Helgason náði skora fyrstu stig Stjörnunnar í þessum leikhluta en Grindvíkingar svöruðu strax. Þetta er kaflaskipt og hnífjafnt. Vonandi heldur fjörið áfram svona. 2. leikhluti, 30-31: Ég skal segja ykkur það! 11-0 kafli hjá Grindavík í upphafi annars fjórðungs. "Þið megið ekki vera hræddir," segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, sem tók leikhlé. 2. leikhluti, 30-27: Fín barátta í leiknum og Domino's auglýsingaskilti fékk að kenna á því. Fyrstu sjö stig annars leikhluta eru Grindvíkinga. 1. leikhluta lokið,30-20: Leikur sem lofar svo sannarlega góðu. Tíu stiga forysta hjá Stjörnunni að loknum fyrsta fjórðung. "Jæja byrjum þetta hérna" öskrar Grindvíkingur í stúkunni. 1. leikhluti, 28-18: Dagur Kár að fara vel af stað hjá Stjörnunni, kominn með fimm stig. Sigurður Þorsteinsson reynir að öskra sig og sína menn áfram. Heimamenn töluvert gíraðri í byrjun. 1. leikhluti, 17:10: Stigaskorið að dreifast vel hjá Stjörnunni. Virðast allir heimamenn vera í fínum gír hér í byrjun leiks. 1. leikhluti, 8-6: Justin Shouse skotglaður í byrjun og er kominn með sex stig. Nokkrir hressir Stjörnukrakkar mættir með trommur í húsið við litla kátínu mína. Þoli ekki trommur í íþróttahúsum... en ég lifi þetta af, engar áhyggjur. 1. leikhluti, 2-2: Leikurinn er farinn af stað. Fannar Helgason með fyrstu stig leiksins en gestirnir svöruðu um hæl. Fyrir leik: Aðeins um 40 áhorfendur mættir þegar örfáar mínútur eru í leik. Vonandi fjölgar í stúkunni. Vallarþulurinn er að kynna liðin og gerir það prýðilega vel. Toppmaðurinn Leifur Garðarsson er meðal dómara. Fögnum því. Fyrir leik: Styttist í leikinn og áhorfendur að tínast inn í húsið. Lyktin í salnum er eins og á alvöru skyndibitastað. Búið að grilla hamborgara ofan í svanga gesti og lyktin af þeim umlykur allt. Fyrir leik: Það þarf ekki að segja íþróttaáhugafólki að þessi lið mættust í úrslitum í fyrra. Þá vann Grindavík i æsispennandi oddaleik og er ríkjandi Íslandsmeistari. Fyrri leikur liðanna í vetur endaði 87-67 fyrir Grindavík. Fyrir leik: Leikmenn Stjörnunnar ekki alveg nógu sáttir við lagalistann sem er í gangi í upphitun svo einn leikmanna þeir stekkur upp á svalir og lætur önnur lög í kerfið.Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að hita upp hér í Garðabænum. Þar á meðal er Björn Steinar Brynjólfsson sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Grindavík í vetur og mætir því sínum fyrrum samherjum en núverandi vinum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Grindavíkur lýst.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira