Sportkerra og fjölskyldubíll Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 09:15 Skoda Octavia vRS Vilhelm Reynsluakstur – Skoda Octavia vRS Bíll sem sameinar sportbílaeiginleika, notadrýgni og gott verð hlýtur að eiga erindi á bílamarkaðnum. Svona mætti í fáum orðum lýsa Skoda Octavia vRS bílnum, en hann er kraftaútgáfa af þessari söluhæstu bílgerð landsins. Grunnhugsunin bak við gerð hans er eins og Golf GTI, nema að Skoda Octavia vRS er talsvert stærri bíll, alveg fullvaxinn fjölskyldubíll og með gríðarstórt skott. Nú er Octavia og vRS útgáfa hans af glænýrri kynslóð, þeirri þriðju. Octavia vRS hefur verið í boði í langan tíma hjá söluaðila Skoda á Íslandi, Heklu og allmargir þeirra sjánlegir á götum landsins. Það sem greinir vRS útgáfu Octavia frá hefðbundinni gerð, er helst mun öflugri vél, stífari fjöðrun, enn glæsilegri innrétting og vel greinanleg ytri útlitsbreyting, meðal annars stórar og flottar felgur. Þar er líka öllu meiri staðalbúnaður í vRS, meðal annars nálgunarvari, Bluetooth símtenging og tvöföld hitastýrð miðstöð.Bæði bensín- og dísilútgáfa vRSSkoda býður ekki aðeins Octavia vRS sem bensínbíl, heldur einnig með dísilvél og fetar þar í fótspor Volkswagen Golf sem ekki bara fæst í GTI útfærslu, heldur einnig GTD með dísilvél. Það sem Skoda gengur þó lengra með en Volkswagen er að fá má báðar gerðirnar í langbaksútgáfu. Er þá kominn einn notadrýgsti bíll sem kaupa má í formi sportbíls. Eins og er má skoða báðar þessar gerðir í Heklu, þ.e. fólksbílaútgáfuna með bensínvél og langbaksútgáfuna með dísilvél. Bensínvélin er 2,0 lítra TSI með forþjöppu, 220 hestöfl, en dísilvélin er einnig 2,0 lítra með forþjöppu en 184 hestöfl. Báðir eru bílarnir fjári sprækir, bensínbíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið, en dísilbíllinn öllu seinni, eða 8,1 sekúndur. Verð bensínbílsins er frá 5.680.000 kr. og dísilbílsins 5.290.000 kr.Mjög skemmtilegur akstursbíll Reynd var bensínútgáfa Octaviav vRS og var það hinn skemmtilegasta upplifun. Fyrir það fyrsta vakti bílinn allsstaðar mikla aðdáun og flestra augu beindust að honum á ljósum, eða í raun hvert sem hann fór. Þó sá það fólk ekki inní bilinn, en hann er hinn glæsilegasti er inn er komið. Rauðstagað svart leður ræður þar ríkjum, falleg og sportleg framsæti sem halda þó ekki nema meðalvel um ökumann og stílhreint mælaborð sem ekki er ofhlaðið en þar finnst þó hæglega allt það sem skiptir máli. Rými fyrir aftursætisfarþega er eiginlega stórbrotið eins og eigendur hins nýja Octavia geta vitnað um. Bæði höfuðrými og þó sérstaklega fótarými er eins og í stórum lúxusbílum. Ekki þarf svo að tíunda mikið hið stóra farangursrými sem í bílnum er, 609 lítrar og skýtur þessi bíll öllum ref fyrir rass í þeim efnum. Það er risastórt og frábært að búa að slíku í sportbíl, hreinlega leit að öðru eins. Uppgefin eyðsla í þéttbýli er 8,1 lítrar en í frískum reynsluakstri var hann með 9,5 lítra.Frábært aftursætis- og skottrýmiEins og við má búast hjá stóru Volkswagen fjölskyldunni er ansi margt sameiginlegt í Octaviav RS og Volkswagen Golf GTI, þ.e. helst undirvagni bílsins. Líkt og með Golf GTI er Octavia vRS nokkru lægri á götu en venjuleg Octavia og verður það að teljast einn af fáum ókostum bílsins fyrir íslenskar aðstæður. Á móti kæmi þó að það myndi skemma aksturseiginleikana, sem er sannarlega góðir. Ferlega gaman er að leggja mikið á bílinn, þ.e. vélina og í beygjum. Hann hefur gríðargott veggrip og hallast afar lítið þó lagt sé mikið á. Ekki fékkst þó það albesta úr bílnum þar sem hann var á grófum og frekar hörðum vetrardekkjum sem fyrir vikið heyrðist mikið í. Víst er að bíllinn væri ennþá skemmtilegri á mýkri sumardekkjum. Næmi í stýri er gott og tilfinning fyrir vegi til fyrirmyndar. Mjög fannst fyrir því að um sportbíl væri að ræða hvað það varðar að hann eltir rásirnar í mjög svo gröfnum vegum borgarinnar og rétt að hafa báðar hendur á stýri til að missa bílinn ekki um of í rásunum. Samanburður við aðra bíla er helst í formi Volkswagen Golf GTI en önnur umboð en Hekla hafa að undanförnu ekki boðið sportútgáfur bíla sinna. Ford Focus ST, Honda Civic Type-S, Renault Clio og Megan RS sem og Subaru Imreza WRX eru sannarlega bílar sem falla í sama flokk, en eru ekki í boði sem stendur. Verð Octavia vRS er sýnu lægra en á Golf GTI og því ætti smekkur og þörf fyrir pláss að ráða hvor þeirra höfðar betur til hvers og eins.Kostir: Aksturseiginleikar, afl, innrétting, rýmiÓkostir: Lág veghæð, framsæti mættu halda betur við 2,0 l. bensínvél með forþjöppu, 220 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 149 g/km CO2 Hröðun: 7,1 sek. Hámarkshraði: 241 km/klst Verð frá: 5.680.000 kr. Umboð: HeklaSportlegurVilhelmFlott innrétting í vRSVilhelm Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent
Reynsluakstur – Skoda Octavia vRS Bíll sem sameinar sportbílaeiginleika, notadrýgni og gott verð hlýtur að eiga erindi á bílamarkaðnum. Svona mætti í fáum orðum lýsa Skoda Octavia vRS bílnum, en hann er kraftaútgáfa af þessari söluhæstu bílgerð landsins. Grunnhugsunin bak við gerð hans er eins og Golf GTI, nema að Skoda Octavia vRS er talsvert stærri bíll, alveg fullvaxinn fjölskyldubíll og með gríðarstórt skott. Nú er Octavia og vRS útgáfa hans af glænýrri kynslóð, þeirri þriðju. Octavia vRS hefur verið í boði í langan tíma hjá söluaðila Skoda á Íslandi, Heklu og allmargir þeirra sjánlegir á götum landsins. Það sem greinir vRS útgáfu Octavia frá hefðbundinni gerð, er helst mun öflugri vél, stífari fjöðrun, enn glæsilegri innrétting og vel greinanleg ytri útlitsbreyting, meðal annars stórar og flottar felgur. Þar er líka öllu meiri staðalbúnaður í vRS, meðal annars nálgunarvari, Bluetooth símtenging og tvöföld hitastýrð miðstöð.Bæði bensín- og dísilútgáfa vRSSkoda býður ekki aðeins Octavia vRS sem bensínbíl, heldur einnig með dísilvél og fetar þar í fótspor Volkswagen Golf sem ekki bara fæst í GTI útfærslu, heldur einnig GTD með dísilvél. Það sem Skoda gengur þó lengra með en Volkswagen er að fá má báðar gerðirnar í langbaksútgáfu. Er þá kominn einn notadrýgsti bíll sem kaupa má í formi sportbíls. Eins og er má skoða báðar þessar gerðir í Heklu, þ.e. fólksbílaútgáfuna með bensínvél og langbaksútgáfuna með dísilvél. Bensínvélin er 2,0 lítra TSI með forþjöppu, 220 hestöfl, en dísilvélin er einnig 2,0 lítra með forþjöppu en 184 hestöfl. Báðir eru bílarnir fjári sprækir, bensínbíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið, en dísilbíllinn öllu seinni, eða 8,1 sekúndur. Verð bensínbílsins er frá 5.680.000 kr. og dísilbílsins 5.290.000 kr.Mjög skemmtilegur akstursbíll Reynd var bensínútgáfa Octaviav vRS og var það hinn skemmtilegasta upplifun. Fyrir það fyrsta vakti bílinn allsstaðar mikla aðdáun og flestra augu beindust að honum á ljósum, eða í raun hvert sem hann fór. Þó sá það fólk ekki inní bilinn, en hann er hinn glæsilegasti er inn er komið. Rauðstagað svart leður ræður þar ríkjum, falleg og sportleg framsæti sem halda þó ekki nema meðalvel um ökumann og stílhreint mælaborð sem ekki er ofhlaðið en þar finnst þó hæglega allt það sem skiptir máli. Rými fyrir aftursætisfarþega er eiginlega stórbrotið eins og eigendur hins nýja Octavia geta vitnað um. Bæði höfuðrými og þó sérstaklega fótarými er eins og í stórum lúxusbílum. Ekki þarf svo að tíunda mikið hið stóra farangursrými sem í bílnum er, 609 lítrar og skýtur þessi bíll öllum ref fyrir rass í þeim efnum. Það er risastórt og frábært að búa að slíku í sportbíl, hreinlega leit að öðru eins. Uppgefin eyðsla í þéttbýli er 8,1 lítrar en í frískum reynsluakstri var hann með 9,5 lítra.Frábært aftursætis- og skottrýmiEins og við má búast hjá stóru Volkswagen fjölskyldunni er ansi margt sameiginlegt í Octaviav RS og Volkswagen Golf GTI, þ.e. helst undirvagni bílsins. Líkt og með Golf GTI er Octavia vRS nokkru lægri á götu en venjuleg Octavia og verður það að teljast einn af fáum ókostum bílsins fyrir íslenskar aðstæður. Á móti kæmi þó að það myndi skemma aksturseiginleikana, sem er sannarlega góðir. Ferlega gaman er að leggja mikið á bílinn, þ.e. vélina og í beygjum. Hann hefur gríðargott veggrip og hallast afar lítið þó lagt sé mikið á. Ekki fékkst þó það albesta úr bílnum þar sem hann var á grófum og frekar hörðum vetrardekkjum sem fyrir vikið heyrðist mikið í. Víst er að bíllinn væri ennþá skemmtilegri á mýkri sumardekkjum. Næmi í stýri er gott og tilfinning fyrir vegi til fyrirmyndar. Mjög fannst fyrir því að um sportbíl væri að ræða hvað það varðar að hann eltir rásirnar í mjög svo gröfnum vegum borgarinnar og rétt að hafa báðar hendur á stýri til að missa bílinn ekki um of í rásunum. Samanburður við aðra bíla er helst í formi Volkswagen Golf GTI en önnur umboð en Hekla hafa að undanförnu ekki boðið sportútgáfur bíla sinna. Ford Focus ST, Honda Civic Type-S, Renault Clio og Megan RS sem og Subaru Imreza WRX eru sannarlega bílar sem falla í sama flokk, en eru ekki í boði sem stendur. Verð Octavia vRS er sýnu lægra en á Golf GTI og því ætti smekkur og þörf fyrir pláss að ráða hvor þeirra höfðar betur til hvers og eins.Kostir: Aksturseiginleikar, afl, innrétting, rýmiÓkostir: Lág veghæð, framsæti mættu halda betur við 2,0 l. bensínvél með forþjöppu, 220 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 149 g/km CO2 Hröðun: 7,1 sek. Hámarkshraði: 241 km/klst Verð frá: 5.680.000 kr. Umboð: HeklaSportlegurVilhelmFlott innrétting í vRSVilhelm
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent