Lífið

Verzlingar gegn einelti: „Þeir sem leggja í einelti eru aumingjar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands hefur sent frá sér áhrifaríkt myndband í tilefni af því að í dag er alþjóðlegur dagur gegn einelti.

Í myndbandinu má sjá nemendur í skólanum tjá sig um einelti og heyrast setningar eins og: „Einelti rústar lífi fólks“, „Þeir sem leggja í einelti eru aumingjar“ og „Einelti sökkar.“

Alþjóðlegi dagurinn gegn einelti er haldinn árlega og er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu, í hvaða mynd sem það birtist. Markmiðið er að vekja athygli á málefninu og hvetja fólk til umhugsunar um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×