Nýtt flaggskip Audi Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 09:45 Styttast fer í kynningu nýs flaggskips í flóru fólksbíla Audi. Það ætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að gera á bílasýningunni L.A. Auto Show og kynna þar glænýjan bíl, Audi A9. Þessi bíll verður enn stærri en annars mjög stór A8 bíll Audi. Hann verður með „coupe“-lagi eins og A7 og A5 bílarnir og svo virðist sem oddatölurnar eigi að tákna þetta sportlega lag Audi bíla. Audi hefur ekki enn sent frá sér myndir af endanlegu útliti bílsins en þó þetta stríðnimyndskeið af honum. Þar lýsir hönnuður bílsins hvað það var sem veitti honum innblástur við hönnun hans og nefnir hann sérstaklega bíla eins og keppnisbílinn Audi 90 IMSA GTO, fyrstu gerð A8 bílsins og einnig fyrstu gerð Audi TT. Hvort það hefur orðið til þess að breyta annars einsleitri línu Audi bíla kemur í ljós þegar Audi frumsýnir þennan nýja A9. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Styttast fer í kynningu nýs flaggskips í flóru fólksbíla Audi. Það ætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að gera á bílasýningunni L.A. Auto Show og kynna þar glænýjan bíl, Audi A9. Þessi bíll verður enn stærri en annars mjög stór A8 bíll Audi. Hann verður með „coupe“-lagi eins og A7 og A5 bílarnir og svo virðist sem oddatölurnar eigi að tákna þetta sportlega lag Audi bíla. Audi hefur ekki enn sent frá sér myndir af endanlegu útliti bílsins en þó þetta stríðnimyndskeið af honum. Þar lýsir hönnuður bílsins hvað það var sem veitti honum innblástur við hönnun hans og nefnir hann sérstaklega bíla eins og keppnisbílinn Audi 90 IMSA GTO, fyrstu gerð A8 bílsins og einnig fyrstu gerð Audi TT. Hvort það hefur orðið til þess að breyta annars einsleitri línu Audi bíla kemur í ljós þegar Audi frumsýnir þennan nýja A9.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður