Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 06:00 Aron Kristjánsson er þjálfari íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik. Handbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik.
Handbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira