Gjaldeyrishöftin verða að fara Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Dragist afnám fjármagnshafta gæti fjarað undan langlundargeði Evrópuríkja og stjórnmálamanna þeirra gagnvart Íslandi. Á þetta bendir danski fjárfestirinn Lars Grundtvig í opnu bréfi til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í Markaðnum í dag. Hann segir aðgerða þörf nú þegar, enda gjaldeyrishöft á sjöunda ári. Tíminn vinni ekki með Íslendingum. „Íslensk stjórnvöld leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (bann við fjármagnshöftum),“ segir hann í bréfi sínu. Vítin er svo líka fleiri sem fylgja gjaldeyrishöftunum. Erfitt er að setja mælistiku á þau tækifæri sem glatast, blómin sem aldrei verða til í fyrirtækjaflóru landsins, vegna fælingarmáttar haftanna. Fælingarmáttur haftanna verður svo líka enn meiri ef rétt er sem Grundtvig ýjar að í bréfinu að erlendir fjárfestar sem hér eru fastir innan hafta telji á sér brotið með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Upplifun Grundtvigs á framkvæmd gjaldeyrishaftanna er þannig að undanþágureglur Seðlabankans séu sjónarspil. Hann telur sig hafa haft lögmæta ástæðu til undanþágu og er reiður neitun Seðlabankans. Afstaða hans er um margt skiljanleg. Fyrirtæki í eigu hans og fjölskyldu hans var tekið yfir af Marel árið 2006 og fjárfestingarfélag hans varð um leið einn stærsti hluthafi Marels. Þetta gerist alllöngu fyrir hrun og verður að teljast með öllu ótengt ævintýrafléttum fjármálafyrirtækja. Grundtvig leggst svo á árar með Marel og starfar áfram með fyrirtækinu og var þar enn um síðustu mánaðamót næststærsti hluthafi með 8,4 prósenta hlut. Hann segir meðferð stjórnvalda á erlendum fjárfestum á almennu vitorði meðal þeirra utan landsteinanna og hætt við að hún geri þá fráhverfa landinu og grafi um leið undan framtíðarmöguleikum landsins í erlendri fjárfestingu. Fjölgar þá enn blómunum sem aldrei verða til. Vitað er og viðurkennt að óstöðugleiki og háir vextir fylgja krónunni. Stöðugleika í efnahagslífinu verður ekki náð með henni án þess að landsmenn þurfi að búa við bæði vaxtapíningu og hömlur á fjármagnsflutningum í einhverri mynd. Einu raunhæfu leiðinni í fljótvirku og trúverðugu afnámi hafta, sem er aðild að Evrópusambandinu og stuðningur Seðlabanka Evrópu, hefur verið ýtt út af borðinu af núverandi ríkisstjórn. Á meðan ekki kemur skýr mynd á framtíðarsýn stjórnvalda í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug leið að gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika í efnahagslífið er hætt við að áfram haldi að fjara undan framtíðarmöguleikum landsins. Bréf Lars Grundtvig til seðlabankastjóra er áminning um að athafnir okkar í þessum efnum séu ekki gerðar í einhverju tómarúmi íslensks veruleika. Vandlega er fylgst með þróun mála hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Skilið okkur peningunum! Opið bréf til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá Lars Grundtvig fjárfesti, föstum innan gjaldeyrishafta. 26. nóvember 2014 07:00 Staða sem minnir um margt á þjófnað Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu. 26. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Dragist afnám fjármagnshafta gæti fjarað undan langlundargeði Evrópuríkja og stjórnmálamanna þeirra gagnvart Íslandi. Á þetta bendir danski fjárfestirinn Lars Grundtvig í opnu bréfi til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í Markaðnum í dag. Hann segir aðgerða þörf nú þegar, enda gjaldeyrishöft á sjöunda ári. Tíminn vinni ekki með Íslendingum. „Íslensk stjórnvöld leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (bann við fjármagnshöftum),“ segir hann í bréfi sínu. Vítin er svo líka fleiri sem fylgja gjaldeyrishöftunum. Erfitt er að setja mælistiku á þau tækifæri sem glatast, blómin sem aldrei verða til í fyrirtækjaflóru landsins, vegna fælingarmáttar haftanna. Fælingarmáttur haftanna verður svo líka enn meiri ef rétt er sem Grundtvig ýjar að í bréfinu að erlendir fjárfestar sem hér eru fastir innan hafta telji á sér brotið með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Upplifun Grundtvigs á framkvæmd gjaldeyrishaftanna er þannig að undanþágureglur Seðlabankans séu sjónarspil. Hann telur sig hafa haft lögmæta ástæðu til undanþágu og er reiður neitun Seðlabankans. Afstaða hans er um margt skiljanleg. Fyrirtæki í eigu hans og fjölskyldu hans var tekið yfir af Marel árið 2006 og fjárfestingarfélag hans varð um leið einn stærsti hluthafi Marels. Þetta gerist alllöngu fyrir hrun og verður að teljast með öllu ótengt ævintýrafléttum fjármálafyrirtækja. Grundtvig leggst svo á árar með Marel og starfar áfram með fyrirtækinu og var þar enn um síðustu mánaðamót næststærsti hluthafi með 8,4 prósenta hlut. Hann segir meðferð stjórnvalda á erlendum fjárfestum á almennu vitorði meðal þeirra utan landsteinanna og hætt við að hún geri þá fráhverfa landinu og grafi um leið undan framtíðarmöguleikum landsins í erlendri fjárfestingu. Fjölgar þá enn blómunum sem aldrei verða til. Vitað er og viðurkennt að óstöðugleiki og háir vextir fylgja krónunni. Stöðugleika í efnahagslífinu verður ekki náð með henni án þess að landsmenn þurfi að búa við bæði vaxtapíningu og hömlur á fjármagnsflutningum í einhverri mynd. Einu raunhæfu leiðinni í fljótvirku og trúverðugu afnámi hafta, sem er aðild að Evrópusambandinu og stuðningur Seðlabanka Evrópu, hefur verið ýtt út af borðinu af núverandi ríkisstjórn. Á meðan ekki kemur skýr mynd á framtíðarsýn stjórnvalda í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug leið að gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika í efnahagslífið er hætt við að áfram haldi að fjara undan framtíðarmöguleikum landsins. Bréf Lars Grundtvig til seðlabankastjóra er áminning um að athafnir okkar í þessum efnum séu ekki gerðar í einhverju tómarúmi íslensks veruleika. Vandlega er fylgst með þróun mála hér á landi.
Skilið okkur peningunum! Opið bréf til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá Lars Grundtvig fjárfesti, föstum innan gjaldeyrishafta. 26. nóvember 2014 07:00
Staða sem minnir um margt á þjófnað Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu. 26. nóvember 2014 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun