Íslenska stórbleikjan ekki útdauð enn Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2014 14:44 Þorsteinn Stefánsson með stórbleikju úr Tungná Það hafa margir haldið því fram að gamla Íslenska stórbleikjan sé horfin en reyndar er staðan sú að allnokkrir veiðistaðir á landinu geyma stórbleikjur sem alla dreymir um að veiða. Ein af bestu stórbleikjuám landsins var Kaldakvísl og þá sérstaklega svæðið þar sem áin rennur neðan við Búrfellsvirkjun. Fyrir 15 árum var mikið sótt í að veiða þarna og veiðin var oft ævintýralega góð enda mikið af bleikju í ánni og algengar stærðir voru 4-6 pund. Bleikjur undir 2 pundum hreinlega sáust ekki. Eftir virkjanaframkvæmdir á svæðinu hefur Kaldakvísl verið eyðilögð sem veiðiá en eftir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun varð neðri hluti Tungnár tær og þar er að finna bleikjur sem ná ótrúlegum stærðum. Þorsteinn Stefánsson er einn af efnilegustu veiðimönnum landsins og hefur vakið athygli með því að landa hverjum stórfiskinum á fætur öðrum úr Varmá. Hann hefur kannað þetta svæði og ber því afskaplega vel söguna. "Ég er búinn að veiða talsvert í ánni núna en þetta er algjör fluguveiðiparadís. Áin er fjölbreytt og að miklu leyti ókönnuð en að hluta til rennur hún í gljúfrum sem fyrrum jökulfljótið hafði myndað. Þarna ertu að sjónkasta á stórar bleikjur í bland við urriða. Risa bleikjur eru á svæðinu og reyndi ég við eina sem var sennilega eitthvað í kringum 10 pund og fyrir fluguveiðimann að egna fyrir svoleiðis fisk, það er frábær upplifun, hvað þá ef þú fengir hana til að taka" segir Þorsteinn um upplifun sína af þessari mögnuðu veiði. Þeir veiðimenn sem hyggjast renna á svæðið eru hvattir til að sleppa stóru bleikjunni aftur til að ganga ekki nærri stofninum en þess má líka geta að þrátt fyrir að vera stór og falleg er þessi bleikja ekki góð til átu, til þess er hún einfaldlega allt of feit. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Það hafa margir haldið því fram að gamla Íslenska stórbleikjan sé horfin en reyndar er staðan sú að allnokkrir veiðistaðir á landinu geyma stórbleikjur sem alla dreymir um að veiða. Ein af bestu stórbleikjuám landsins var Kaldakvísl og þá sérstaklega svæðið þar sem áin rennur neðan við Búrfellsvirkjun. Fyrir 15 árum var mikið sótt í að veiða þarna og veiðin var oft ævintýralega góð enda mikið af bleikju í ánni og algengar stærðir voru 4-6 pund. Bleikjur undir 2 pundum hreinlega sáust ekki. Eftir virkjanaframkvæmdir á svæðinu hefur Kaldakvísl verið eyðilögð sem veiðiá en eftir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun varð neðri hluti Tungnár tær og þar er að finna bleikjur sem ná ótrúlegum stærðum. Þorsteinn Stefánsson er einn af efnilegustu veiðimönnum landsins og hefur vakið athygli með því að landa hverjum stórfiskinum á fætur öðrum úr Varmá. Hann hefur kannað þetta svæði og ber því afskaplega vel söguna. "Ég er búinn að veiða talsvert í ánni núna en þetta er algjör fluguveiðiparadís. Áin er fjölbreytt og að miklu leyti ókönnuð en að hluta til rennur hún í gljúfrum sem fyrrum jökulfljótið hafði myndað. Þarna ertu að sjónkasta á stórar bleikjur í bland við urriða. Risa bleikjur eru á svæðinu og reyndi ég við eina sem var sennilega eitthvað í kringum 10 pund og fyrir fluguveiðimann að egna fyrir svoleiðis fisk, það er frábær upplifun, hvað þá ef þú fengir hana til að taka" segir Þorsteinn um upplifun sína af þessari mögnuðu veiði. Þeir veiðimenn sem hyggjast renna á svæðið eru hvattir til að sleppa stóru bleikjunni aftur til að ganga ekki nærri stofninum en þess má líka geta að þrátt fyrir að vera stór og falleg er þessi bleikja ekki góð til átu, til þess er hún einfaldlega allt of feit.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði