Íslenski boltinn

„Ég var bara að prófa og athuga hvort ég hefði þolinmæði í þetta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Edda í aksjón.
Edda í aksjón. Vísir/Pjetur
„Það er alltaf gaman í fótbolta – hvort sem það er að spila, þjálfa eða dæma,“ segir knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir. Hún dæmdi leik Fjölnis og Hamars í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær en fáheyrt er að fyrrverandi landsliðskonur og -menn dæmi leiki í efstu deild.

„Ég var bara að prófa og athuga hvort ég hefði þolinmæði í þetta. En þetta var voðalega gaman,“ segir Edda. Hún er þekkt fyrir að láta í sér heyra á vellinum en hvernig var að vera í sporum dómara?

„Ég skil að það er hiti í fólki þar sem ég er sjálf með skap og hef látið mig varða þegar ákvarðanir falla vitlaust. En það er um að gera þá að skýra ákvarðanatökuna út fyrir fólki,“ segir Edda.

Á leið út á völl.
Hún er nú aðstoðarþjálfari Vals í í Pepsi-deild kvenna. 

„Ég er hér þangað til annað kemur í ljós. Ég passa mig að fara ekki fram úr sjálfri mér og stend með stelpunum mínum. En aðstæður hér eru breyttar og því þarf ég að hugsa minn gang þegar tímabilið er búið. En mér líður vel hér og þetta er frábær hópur og flottir karakterar,“ segir Edda og vísar í brotthvarf Helenu Ólafsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Vals.

Edda prófar dómgæsluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×