Tilfinningar í bíl Berglind Pétursdóttir skrifar 21. júlí 2014 00:00 Um daginn fór ég ein í bíltúr. Ekki eitthvað sem ég tek venjulega upp á, enda virkur þátttakandi í aðförinni að einkabílnum. Á þessum tiltekna tímapunkti fannst mér þetta þó vera eitthvað sem ég þyrfti að gera. Ég vissi ekkert hvert ég átti að keyra og innan fimm mínútna var ég komin á sjálfstýringu og lent aftur fyrir utan heimili mitt. Ég ræsti því einhverjar gamlar stýringar og keyrði sem leið lá í annað bæjarfélag, á æskuslóðir. Ég ólst upp í Hafnarfirði. Í næstu götu við Flensborgarskólann og Hamarinn. Þar sem ég brunaði framhjá glaðlegum Göflurum með litla Gaflara í barnavögnum fann ég minningarnar streyma fram. Ég er svo heppin að hafa átt dásamlega æsku. Ég ólst upp í lítilli götu þar sem bjuggu góðir krakkar sem flestir áttu góða foreldra og við lékum okkur fallega úti á miðri götu og leiðbeindum ökumönnum frá Reykjavík sem voru að leita að St. Jósefsspítala. Það var búið að gera upp húsið sem hrekkjusvínið bjó í og mála húsið sem skrítna konan átti í mjög undarlegum lit. Búið að rífa sjoppuna. Taka rólóinn. Breyta í einstefnugötu. En samt var allt einhvern veginn eins. Kjarninn var sá sami. Og mitt móðurlega eðli hugsaði til þriggja ára einkasonarins og minninganna sem við eigum eftir að eiga saman frá æskuheimili hans. Kannski mun hann eftir tuttugu ár vera í tilfinningalegu uppnámi og keyra Bergstaðastrætið til þess eins að sjá að það er búið að rífa æskuheimili hans og byggja hótel. Þið vitið. Og ef íbúar Selvogsgötu hafa séð mig öskurgrátandi úti í bíl fyrir nokkrum dögum vil ég bara láta vita að það er allt í lagi með mig, ég er bara uppfull af allskonar nýjum tilfinningum eftir að ég eignaðist barn. Og hef smá áhyggjur af miðbæ Reykjavíkur. Svo var líka verið að spila Blue með Beyoncé í útvarpinu. Og Kári er minn Blue Ivy. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Um daginn fór ég ein í bíltúr. Ekki eitthvað sem ég tek venjulega upp á, enda virkur þátttakandi í aðförinni að einkabílnum. Á þessum tiltekna tímapunkti fannst mér þetta þó vera eitthvað sem ég þyrfti að gera. Ég vissi ekkert hvert ég átti að keyra og innan fimm mínútna var ég komin á sjálfstýringu og lent aftur fyrir utan heimili mitt. Ég ræsti því einhverjar gamlar stýringar og keyrði sem leið lá í annað bæjarfélag, á æskuslóðir. Ég ólst upp í Hafnarfirði. Í næstu götu við Flensborgarskólann og Hamarinn. Þar sem ég brunaði framhjá glaðlegum Göflurum með litla Gaflara í barnavögnum fann ég minningarnar streyma fram. Ég er svo heppin að hafa átt dásamlega æsku. Ég ólst upp í lítilli götu þar sem bjuggu góðir krakkar sem flestir áttu góða foreldra og við lékum okkur fallega úti á miðri götu og leiðbeindum ökumönnum frá Reykjavík sem voru að leita að St. Jósefsspítala. Það var búið að gera upp húsið sem hrekkjusvínið bjó í og mála húsið sem skrítna konan átti í mjög undarlegum lit. Búið að rífa sjoppuna. Taka rólóinn. Breyta í einstefnugötu. En samt var allt einhvern veginn eins. Kjarninn var sá sami. Og mitt móðurlega eðli hugsaði til þriggja ára einkasonarins og minninganna sem við eigum eftir að eiga saman frá æskuheimili hans. Kannski mun hann eftir tuttugu ár vera í tilfinningalegu uppnámi og keyra Bergstaðastrætið til þess eins að sjá að það er búið að rífa æskuheimili hans og byggja hótel. Þið vitið. Og ef íbúar Selvogsgötu hafa séð mig öskurgrátandi úti í bíl fyrir nokkrum dögum vil ég bara láta vita að það er allt í lagi með mig, ég er bara uppfull af allskonar nýjum tilfinningum eftir að ég eignaðist barn. Og hef smá áhyggjur af miðbæ Reykjavíkur. Svo var líka verið að spila Blue með Beyoncé í útvarpinu. Og Kári er minn Blue Ivy.