Sport

Anton Sveinn náði besta árangri Íslendings á úrslitamóti NCAA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Vísir/Hag
Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, náði fjórða sætinu í úrslitum í 200 jarda bringusundi á úrslitamótinu í bandaríska háskólasundinu um helgina og náði þar með sögulegum árangri íslensks sundmanns. Mótið fór fram í Austin í Texas.

Anton Sveinn kom í mark á 1.52,31 mínútum en hann var 40/100 frá þriðja sætinu og þar með bronsverðlaunum á mótinu. Anton syndir fyrir University of Alabama þar sem hann er við nám.

„Anton er mjög sáttur við árangur sinn því þetta er besti árangur íslensk sundmanns á þessu lokamóti. NCAA-mótið er gríðarsterkt þar synda allir bestu sundmenn allra háskóla í USA sem koma allstaðar að úr heiminum," segir í fréttatilkynningu frá Helgu Margréti Sveinsdóttur.

Það var tekið fram á heimasíðu University of Alabama að Anton Sveinn var eini fyrst árs neminn í úrslitunum í sinni grein. Hann hjálpaði karlaliði Alabama-skólans að ná tólfta sætinu í liðakeppninni en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem skólinn kemst inn á topp 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×