„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2014 01:12 Mynd/Hafþór Júlíus Björnsson „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“ Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira
„Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33
Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58