Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Glæsimark Fanndísar skildi liðin að Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2014 16:49 Vísir/Andri Marínó Fanndís Friðriksdóttir tryggði Breiðablik mikilvægan sigur á Val í toppbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurmarkið kom sex mínútum fyrir leikslok. Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað, en glæsimark Fanndísar sex mínútum fyrir leikslok skildi liðin að. Valsstúlkur voru ósáttar með aukaspyrnudóminn sem markið kom upp úr. Leikurinn var hníjafn, en bæði lið klikkuðu fínum færum áður en Fanndís tryggði Blikum sigurinn. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og bæði lið áttu einungis eina marktilraun í fyrri hálfleik. Kristín Ýr skallaði yfir fyrir Valsstúlkur úr ákjósanlegu færi af markteig, og Fanndís þrumaði boltanum framhjá úr aukaspyrnu fyrir þær grænklæddu. Þar með er það upptalið. Liðunum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs og Blikarnir réðu ekkert alltof vel við það að Valssliðið féll aftar á völlinn. Bæði lið reyndu mikið af stungusendingum í fyrri hálfleik sem gekk bara alls ekki vel. Markalaust í hálfleik og var von allra að síðari hálfleikur yrði mun, mun fjörugri. Það var ekki mikið meira fjör í þeim síðari, en þó meira fjör enn í þeim fyrri. Bæði lið fóru aðeins framar á völlinn, þá sérstaklega Breiðablik. Þær fengu gott færi þegar Jóna Kristín skallaði hornspyrnu Fanndísar að marki Vals, en bjargað var á marklínu. Elín Metta fékk tvö góð færi með mínútu millibili, en náði ekki að skora í hvorugt skiptið. Ekki oft sem maður sér Elínu Mettu klikka svona færum. Liðunum var ekki ætlað að skora og stefndi allt í markalaust jafntefli, en Fanndís Friðriksdóttir var ekki á sama máli. Breiðablik fékk aukaspyrnu um 25 metra frá marki Vals og Fanndís Friðriksdóttir smellti boltanum í netið. Lokatölur urðu 1-0, en glæsimark Fanndísar skildu liðin að. Þessi lið hafa oft á tíðum spilað betri og skemmtilegri fótbolta, en Blikunum er líklega slétt sama um það víst þeir tóku stigin þrjú. Leikurinn var stál í stál allar mínúturnar sem spilaðar voru og þurfti eitt stykki glæsimark til að skilja liðin að. Með sigri í kvöld er Breiðablik búið að koma sér nokkuð þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, en Valsstúlkur eru sjö stigum á eftir Blikum, í fjórða sætinu með 21 stig.Hlynur Eiríksson: Stjarnan ekki með yfirburðarlið „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mér fannst við aldrei komast í takt við leikinn," sagði Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks. „Við fórum yfir þetta í hálfleik. Við vorum ekki með í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn var örlítið betri af okkar hálfu. Sætur var þó sigurinn." „Það gekk illa að spila boltanum. Þegar við hittum á græna treyju var móttakan léleg og það er alveg rétt hjá þér, við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Þetta var með erfiðari hálfleikum sem við höfum spilað í sumar," sem segir að liðið muni elta Stjörnuna þangað til möguleikinn á titlinum er úti. „Þær eru með gott lið, ég segi ekki yfirburðarlið. Við erum búnar að spila við þær fjórum sinnum í sumar og við erum ekki langt á eftir þeim. Þær eru ekki með yfirburðarlið," sagði Hlynur hress í leikslok.Þór Hinriksson: Þjálfarastaðan líklega laus í haust „Þetta fór ekki nægilega vel fyrir okkur," sagði Þór Hinriksson, þjálfari Vals, sár og svekktur í leikslok. „Mér fannst dómarinn flauta þessa 50-50 bolta alla Blikamegin og mér fannst þetta engan veginn vera aukaspyrna í markinu sem þær skora. Það skar á milli." „Í stöðunni 0-0 fáum við tvö dauðafæri inná miðjum vítateig. Þar hefðum við getað klárað leikinn, en þetta er kannski ástæða þess að þetta er skemmtilegasta íþrótt í heimi. Hún er óvægin." „Mér fannst aukaspyrnudómurinn ekki réttur og ósanngjarn." „Við vorum betri aðilinn ef eitthvað var fannst mér. Þetta var gríðarlega góður og skemmtilegur leikur, tveggja góðra liða," sagði Þór og sagði að Valsliðið væri ekki búið að gefast upp í baráttunni um annaðs sætið. „Það eru fimm leikir eftir og við erum ekki hætt." Dóra María Lárusdóttir hefur spilað undanfarna leiki í miðverði og aðspurður hvort það væri ekki slæmt að vera með hana í þessari stöðu á meðan Þór er með miðverði á bekknum svaraði hann: „Ég gerði samning út þetta tímabil, þannig þjálfarastaðan er líklega laus í haust. Þú gætir verið með lausn á þessu," sagði Þór og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fylkir aftur á sigurbraut Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. 14. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir tryggði Breiðablik mikilvægan sigur á Val í toppbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurmarkið kom sex mínútum fyrir leikslok. Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað, en glæsimark Fanndísar sex mínútum fyrir leikslok skildi liðin að. Valsstúlkur voru ósáttar með aukaspyrnudóminn sem markið kom upp úr. Leikurinn var hníjafn, en bæði lið klikkuðu fínum færum áður en Fanndís tryggði Blikum sigurinn. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og bæði lið áttu einungis eina marktilraun í fyrri hálfleik. Kristín Ýr skallaði yfir fyrir Valsstúlkur úr ákjósanlegu færi af markteig, og Fanndís þrumaði boltanum framhjá úr aukaspyrnu fyrir þær grænklæddu. Þar með er það upptalið. Liðunum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs og Blikarnir réðu ekkert alltof vel við það að Valssliðið féll aftar á völlinn. Bæði lið reyndu mikið af stungusendingum í fyrri hálfleik sem gekk bara alls ekki vel. Markalaust í hálfleik og var von allra að síðari hálfleikur yrði mun, mun fjörugri. Það var ekki mikið meira fjör í þeim síðari, en þó meira fjör enn í þeim fyrri. Bæði lið fóru aðeins framar á völlinn, þá sérstaklega Breiðablik. Þær fengu gott færi þegar Jóna Kristín skallaði hornspyrnu Fanndísar að marki Vals, en bjargað var á marklínu. Elín Metta fékk tvö góð færi með mínútu millibili, en náði ekki að skora í hvorugt skiptið. Ekki oft sem maður sér Elínu Mettu klikka svona færum. Liðunum var ekki ætlað að skora og stefndi allt í markalaust jafntefli, en Fanndís Friðriksdóttir var ekki á sama máli. Breiðablik fékk aukaspyrnu um 25 metra frá marki Vals og Fanndís Friðriksdóttir smellti boltanum í netið. Lokatölur urðu 1-0, en glæsimark Fanndísar skildu liðin að. Þessi lið hafa oft á tíðum spilað betri og skemmtilegri fótbolta, en Blikunum er líklega slétt sama um það víst þeir tóku stigin þrjú. Leikurinn var stál í stál allar mínúturnar sem spilaðar voru og þurfti eitt stykki glæsimark til að skilja liðin að. Með sigri í kvöld er Breiðablik búið að koma sér nokkuð þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, en Valsstúlkur eru sjö stigum á eftir Blikum, í fjórða sætinu með 21 stig.Hlynur Eiríksson: Stjarnan ekki með yfirburðarlið „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mér fannst við aldrei komast í takt við leikinn," sagði Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks. „Við fórum yfir þetta í hálfleik. Við vorum ekki með í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn var örlítið betri af okkar hálfu. Sætur var þó sigurinn." „Það gekk illa að spila boltanum. Þegar við hittum á græna treyju var móttakan léleg og það er alveg rétt hjá þér, við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Þetta var með erfiðari hálfleikum sem við höfum spilað í sumar," sem segir að liðið muni elta Stjörnuna þangað til möguleikinn á titlinum er úti. „Þær eru með gott lið, ég segi ekki yfirburðarlið. Við erum búnar að spila við þær fjórum sinnum í sumar og við erum ekki langt á eftir þeim. Þær eru ekki með yfirburðarlið," sagði Hlynur hress í leikslok.Þór Hinriksson: Þjálfarastaðan líklega laus í haust „Þetta fór ekki nægilega vel fyrir okkur," sagði Þór Hinriksson, þjálfari Vals, sár og svekktur í leikslok. „Mér fannst dómarinn flauta þessa 50-50 bolta alla Blikamegin og mér fannst þetta engan veginn vera aukaspyrna í markinu sem þær skora. Það skar á milli." „Í stöðunni 0-0 fáum við tvö dauðafæri inná miðjum vítateig. Þar hefðum við getað klárað leikinn, en þetta er kannski ástæða þess að þetta er skemmtilegasta íþrótt í heimi. Hún er óvægin." „Mér fannst aukaspyrnudómurinn ekki réttur og ósanngjarn." „Við vorum betri aðilinn ef eitthvað var fannst mér. Þetta var gríðarlega góður og skemmtilegur leikur, tveggja góðra liða," sagði Þór og sagði að Valsliðið væri ekki búið að gefast upp í baráttunni um annaðs sætið. „Það eru fimm leikir eftir og við erum ekki hætt." Dóra María Lárusdóttir hefur spilað undanfarna leiki í miðverði og aðspurður hvort það væri ekki slæmt að vera með hana í þessari stöðu á meðan Þór er með miðverði á bekknum svaraði hann: „Ég gerði samning út þetta tímabil, þannig þjálfarastaðan er líklega laus í haust. Þú gætir verið með lausn á þessu," sagði Þór og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fylkir aftur á sigurbraut Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. 14. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Fylkir aftur á sigurbraut Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. 14. ágúst 2014 16:35