Lífið

Miley ættleiðir lítið svín

Miley er hæstánægð með nýjasta fjölskyldumeðliminn.
Miley er hæstánægð með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Instagram/MileyCyrus
Miley Cyrus hefur fengið sér nýtt gæludýr eftir að hundurinn hennar, Floyd, drapst fyrr í sumar. Gæludýrið er lítið svín sem hún kynnti á Instagram síðunni sinni í gær.

Svínið kallar hún Bubba Sue og af myndunum að dæma eru Cyrus og Sue perluvinir. Hún segist á Instagram vera hamingjusamasta móðir í heimi þar sem hún liggur með Bubba Sue og nýjum hvolpi sínum sem hún fékk í júní. Hvolpinum og svíninu lyndir vel.

Hér að neðan má sjá myndband af Bubba Sue að sleikja tærnar á Miley og nokkrar af þeim fjölmörgu myndum sem Cyrus hefur ekki getað hamið sig um að deila.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.