Lífið

Hver sveppur hefur sinn keim

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gísli á Slippinn í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni og kokkar þar.
Gísli á Slippinn í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni og kokkar þar.
Eftir ítarlega umfjöllun Fréttablaðsins um sveppatínslu í síðasta helgarblaði fengum við Gísla Matthías Auðunsson til að fræða lesendur blaðsins um matseld á hverri sveppategund fyrir sig.

Nú í ágústmánuði er tíminn þar sem sveppir eru upp á sitt besta og því ekki úr vegi að kynna sér hvers konar sveppi má tína og halda út í skóg með körfu.

Gísli er ungur listakokkur sem starfar á Slippnum í Vestmannaeyjum og er jafnframt einn eiganda.

Furusveppi er einfalt að finna í náttúrunni og tína. Mér finnst mjög gott að þurrka þá og jafnvel gera úr þeim gott sveppakrydd með því að bæta við smá af góðu sjávarsalti (t.d. frá Saltverki) og setja í matvinnsluvél.

Lerkisveppir eru mjög bragðmiklir og henta einstaklega vel í súpur eða jafnvel góða byggrétti. Frábært er að nota góða íslenska osta með ef gert er til dæmis byggottó.

Kantarellur eru frábærir sveppir. Rosalega góðir létteldaðir á mjög heitri pönnu með olíu og smá af íslensku smjöri – svo bara kryddað með salti. Hentar rosalega vel með bæði fisk og kjöti.

Kóngssveppi er ekki létt að finna en veisla skal haldin ef það tekst. Algjört hnossgæti grillaðir í heilu og skornir í sneiðar og lagðir í góða ólífuolíu með alveg fullt af ferskum kryddjurtum og kryddað með salti og pipar. - nej






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.