Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Valsmenn upp fyrir Keflvíkinga Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 27. júlí 2014 14:35 Vísir/Stefán Valsmenn gerðu góða ferð til Keflavíkur í kvöld þegar þeir unnu heimamenn 1-2 í leik þar sem Valsmenn voru betri í fyrri hálfleik en Keflvíkingar betri í þeim seinni. Valsmenn komust yfir í fyrri hálfleik en Keflvíkingar náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Daði Bergsson tryggði Hlíðarendapiltum öll þrjú stigin þegar fjórar mínútur voru eftir. Með sigrinum komust Valsmenn ofar en Keflavík í töflunni og eru með 18 stig núna. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þeir voru meira með boltann og öll færi hálfleiksins voru í eign Valsmanna. Keflvíkingar náðu ekki að finna hvorn annan í fæturnar og héldu því boltanum illa innan liðsins. Á 42. mínútu dró til tíðinda en þá fengu gestirnir frá Hlíðarenda hornspyrnu og framkvæmdi Magnús Már Lúðvíksson spyrnuna. Sendi hann boltann í fallegum boga inn á markteiginn, yfir markvörð heimamanna og beint á kollinn á Patrick Pedersen sem reis hæst í teignum. Pedersen gerði allt rétt og stýrði boltanum í áttina að horninum sem boltinn kom úr og í markið. Gestirnir voru þar með forystu og voru þeir vel að henni komnir. Hálfleikurinn leið síðan án frekari atvika og staðan því 0-1 fyrir val í hálfleik. Keflvíkingar mættu mun grimmari út í seinni hálfleikinn og voru meira með boltann á upphafsmínútunum án þess þó að skapa sér færi. Það tók þá þó ekki nema 2 mínútur af seinni hálfleik að ná sínu fyrsta skoti á markið en það kom í kjölfar aukaspyrnu á hættulegum stað. Valsmenn hertu sig þegar þegar skammt var liðið af hálfleiknum og fór leikurinn fram að mestu á miðju vallarins. Keflvíkingar tók síðan völdin aftur þegar um 25 mínútur voru eftir af leiknum og voru meira með boltann. Uppskáru þeir jöfnunarmark á því tímabili á 70. mínútu þegar Einar Orri Einarsson fékk boltann á vítateigslínunni og náði að hamra boltann hátt í markhornið. Óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson. Eftir markið datt leikurinn aftur niður í miðjumoð en þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum náðu Valsmenn að tryggja sér sigurinn. Kolbeinn Kárason var þá nýkominn inn á og sendi hann glæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Daða Bergsson sem kláraði færi sitt vel með því að lyfta boltanum yfir Jonas Sandqvist markvörð heimamanna. Valsmenn sigldu síðan sigrinum í hús og eru vel að honum komnir. Með sigrinum lyfta Valsmenn sér upp fyrir Keflvíkinga og eru komnir á réttan helming töflunar en Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í langan tíma og getur vel verið að undanúrslitaleikur í bikarnum gæti haft áhrif á hugsanahátt leikmanna og truflað þá.Magnús Gylfason: Þurfum að leggja baráttuna um Evrópusætið til hliðar í bili Þjálfari Vals var sammála um að sigurinn á móti Keflavík í kvöld hafi verið langþráður og seiglu sigur en var jafnframt ánægður með spilamennskur sinna manna. „Þetta var virkilega vel spilaður leikur hjá okkur og ég hefði verið gríðarlega svekktur hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan í kvöld. Við gáfum rétt eftir í upphafi seinni hálfleiks, vissum að þeir myndu koma brjálaðir út verandi undir á heimavelli en við stóðum það vel af okkur. Svo kom þetta mark sem var að mínu mati kolólöglegt en heilt yfir var þetta vel spilaður leikur af okkar hálfu í 90 mínútur.“ „Við vorum gríðarlega öflugir fram á við í kvöld og ég veit ekki hvað við áttum mörg skot á markið. Okkar fremstu menn voru síógnandi og auðvitað var frábært að fá Patrick Pedersen aftur, hann var einungis búinn að spila einn leik í sumar og var það eini leikurinn sem við höfum skorað fimm mörk í og það er frábært að fá hann aftur og meiri ógnun í kjölfarið. Mér fannst líka allt liðið vera að spila fótbolta og það er ég ánægðastur með.“ Magnús var spurður hvernig honum hefði liðið þegar Keflavík jafnaði en það hefur gengið illa hjá Valsmönnum undanfarið. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem markið var kolólöglegt. Það er brotið tvisvar á Tonny og auðvitað leið mér illa en ég vissi að ef við héldum áfram að spila þá næðum við sigrinum. Við vorum búnir að fá færin til að komast í 2-0. Svona er þetta bara, við höfum í flestum leikjum spilað ágætlega en það hefur vantað ógnun. Nú var hún til staðar og þá er auðveldara að verjast þegar þú ert síógnandi hinu liðinu og þá þarf hitt liðið að bregðast við því. Það var stærsta breytingin í dag.“ Valur hoppaði upp fyrir Keflavík í dag og var spurður hvort hann teldi að möguleika liðsins á baráttu um Evrópusætin. „Ég held að við þurfum að leggja baráttuna um Evrópusætið til hliðar í bili og einbeita okkur að einum leik í einu eins og gamla klisjan segir. Það er samt mikið eftir af mótinu, níu leikir og við höldum áfram að berjast en auðvitað var gott að komast upp fyrir Keflavík og upp um eitt sæti.“Kristján Guðmundsson: Of margir leikmenn sem eru undir sinni venjulegu getu Hann var að vonum óánægður með leik sinna manna hann Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og við getum þakkað Jonasi Sandqvist fyrir að hafa tapað bara með einu marki, hann hélt okkur inni í þessum leik. Það var aðeins meira líf í okkur í seinni hálfleik, við áttum möguleika á að skora í upphafi seinni hálfleiks sem var betra en þetta var í fyrri hálfleik sem var afleitur. Við vorum bara einu marki undir í hálfleik og það gaf okkur möguleika á einhverju meira.“ „Við náðum svo að jafna leikinn og áttum náttúrulega að halda þeirri stöðu en reyndum svo að vinna leikinn og þá riðlaðist skipulagið og við fáum á okkur seinna markið.“ Kristján var spurður að því hvort hugur manna væri við undanúrslitaleikinn í bikarnum sem Keflvíkingar spila á miðvikudaginn næsta. „Það er náttúrulega óhjákvæmilegt að vera með hugann við þann leik þar sem stutt er á milli þessa leiks og undanúrslitanna en það var ekki að trufla undirbúninginn okkar núna. Við ætluðum að ná okkur í 20 stig en það gekk ekki í þetta skiptið og við vorum bara slakir.“ Keflvíkingar hafa verið í smá brekku undanfarið og var Kristján spurður hvort grunnt væri á sjálfstrausti leikmanna. „Ég veit ekki hvort það er grunnt á sjálfstraustinu. Við áttum ágætis leik fyrir norðan og áttum við að vinna þann leik og síðan eru of margir leikmenn sem eru undir sinni venjulegu getu í dag. Það er segin saga að þegar svo er þá nær heilt lið ekki að vinna leikinn.“ „Það vantaði fyrst og fremst upp á hjá okkur að geta sent boltann á milli manna. Menn þurftu að vilja fá boltann í breiddina og vilja tengja inn á miðjuna. Það voru fyrst og fremst sendingarnar sem klikkuðu. Við vorum stanslaust að sparka boltanum frá okkur og svo unnum við aldrei seinni boltann. Það vantaði bara of mikið í okkar leik til að við áttum skilið að vinna leikinn en hefðum með heppni getað náð okkur í eitt stig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsmenn gerðu góða ferð til Keflavíkur í kvöld þegar þeir unnu heimamenn 1-2 í leik þar sem Valsmenn voru betri í fyrri hálfleik en Keflvíkingar betri í þeim seinni. Valsmenn komust yfir í fyrri hálfleik en Keflvíkingar náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Daði Bergsson tryggði Hlíðarendapiltum öll þrjú stigin þegar fjórar mínútur voru eftir. Með sigrinum komust Valsmenn ofar en Keflavík í töflunni og eru með 18 stig núna. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þeir voru meira með boltann og öll færi hálfleiksins voru í eign Valsmanna. Keflvíkingar náðu ekki að finna hvorn annan í fæturnar og héldu því boltanum illa innan liðsins. Á 42. mínútu dró til tíðinda en þá fengu gestirnir frá Hlíðarenda hornspyrnu og framkvæmdi Magnús Már Lúðvíksson spyrnuna. Sendi hann boltann í fallegum boga inn á markteiginn, yfir markvörð heimamanna og beint á kollinn á Patrick Pedersen sem reis hæst í teignum. Pedersen gerði allt rétt og stýrði boltanum í áttina að horninum sem boltinn kom úr og í markið. Gestirnir voru þar með forystu og voru þeir vel að henni komnir. Hálfleikurinn leið síðan án frekari atvika og staðan því 0-1 fyrir val í hálfleik. Keflvíkingar mættu mun grimmari út í seinni hálfleikinn og voru meira með boltann á upphafsmínútunum án þess þó að skapa sér færi. Það tók þá þó ekki nema 2 mínútur af seinni hálfleik að ná sínu fyrsta skoti á markið en það kom í kjölfar aukaspyrnu á hættulegum stað. Valsmenn hertu sig þegar þegar skammt var liðið af hálfleiknum og fór leikurinn fram að mestu á miðju vallarins. Keflvíkingar tók síðan völdin aftur þegar um 25 mínútur voru eftir af leiknum og voru meira með boltann. Uppskáru þeir jöfnunarmark á því tímabili á 70. mínútu þegar Einar Orri Einarsson fékk boltann á vítateigslínunni og náði að hamra boltann hátt í markhornið. Óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson. Eftir markið datt leikurinn aftur niður í miðjumoð en þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum náðu Valsmenn að tryggja sér sigurinn. Kolbeinn Kárason var þá nýkominn inn á og sendi hann glæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Daða Bergsson sem kláraði færi sitt vel með því að lyfta boltanum yfir Jonas Sandqvist markvörð heimamanna. Valsmenn sigldu síðan sigrinum í hús og eru vel að honum komnir. Með sigrinum lyfta Valsmenn sér upp fyrir Keflvíkinga og eru komnir á réttan helming töflunar en Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í langan tíma og getur vel verið að undanúrslitaleikur í bikarnum gæti haft áhrif á hugsanahátt leikmanna og truflað þá.Magnús Gylfason: Þurfum að leggja baráttuna um Evrópusætið til hliðar í bili Þjálfari Vals var sammála um að sigurinn á móti Keflavík í kvöld hafi verið langþráður og seiglu sigur en var jafnframt ánægður með spilamennskur sinna manna. „Þetta var virkilega vel spilaður leikur hjá okkur og ég hefði verið gríðarlega svekktur hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan í kvöld. Við gáfum rétt eftir í upphafi seinni hálfleiks, vissum að þeir myndu koma brjálaðir út verandi undir á heimavelli en við stóðum það vel af okkur. Svo kom þetta mark sem var að mínu mati kolólöglegt en heilt yfir var þetta vel spilaður leikur af okkar hálfu í 90 mínútur.“ „Við vorum gríðarlega öflugir fram á við í kvöld og ég veit ekki hvað við áttum mörg skot á markið. Okkar fremstu menn voru síógnandi og auðvitað var frábært að fá Patrick Pedersen aftur, hann var einungis búinn að spila einn leik í sumar og var það eini leikurinn sem við höfum skorað fimm mörk í og það er frábært að fá hann aftur og meiri ógnun í kjölfarið. Mér fannst líka allt liðið vera að spila fótbolta og það er ég ánægðastur með.“ Magnús var spurður hvernig honum hefði liðið þegar Keflavík jafnaði en það hefur gengið illa hjá Valsmönnum undanfarið. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem markið var kolólöglegt. Það er brotið tvisvar á Tonny og auðvitað leið mér illa en ég vissi að ef við héldum áfram að spila þá næðum við sigrinum. Við vorum búnir að fá færin til að komast í 2-0. Svona er þetta bara, við höfum í flestum leikjum spilað ágætlega en það hefur vantað ógnun. Nú var hún til staðar og þá er auðveldara að verjast þegar þú ert síógnandi hinu liðinu og þá þarf hitt liðið að bregðast við því. Það var stærsta breytingin í dag.“ Valur hoppaði upp fyrir Keflavík í dag og var spurður hvort hann teldi að möguleika liðsins á baráttu um Evrópusætin. „Ég held að við þurfum að leggja baráttuna um Evrópusætið til hliðar í bili og einbeita okkur að einum leik í einu eins og gamla klisjan segir. Það er samt mikið eftir af mótinu, níu leikir og við höldum áfram að berjast en auðvitað var gott að komast upp fyrir Keflavík og upp um eitt sæti.“Kristján Guðmundsson: Of margir leikmenn sem eru undir sinni venjulegu getu Hann var að vonum óánægður með leik sinna manna hann Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og við getum þakkað Jonasi Sandqvist fyrir að hafa tapað bara með einu marki, hann hélt okkur inni í þessum leik. Það var aðeins meira líf í okkur í seinni hálfleik, við áttum möguleika á að skora í upphafi seinni hálfleiks sem var betra en þetta var í fyrri hálfleik sem var afleitur. Við vorum bara einu marki undir í hálfleik og það gaf okkur möguleika á einhverju meira.“ „Við náðum svo að jafna leikinn og áttum náttúrulega að halda þeirri stöðu en reyndum svo að vinna leikinn og þá riðlaðist skipulagið og við fáum á okkur seinna markið.“ Kristján var spurður að því hvort hugur manna væri við undanúrslitaleikinn í bikarnum sem Keflvíkingar spila á miðvikudaginn næsta. „Það er náttúrulega óhjákvæmilegt að vera með hugann við þann leik þar sem stutt er á milli þessa leiks og undanúrslitanna en það var ekki að trufla undirbúninginn okkar núna. Við ætluðum að ná okkur í 20 stig en það gekk ekki í þetta skiptið og við vorum bara slakir.“ Keflvíkingar hafa verið í smá brekku undanfarið og var Kristján spurður hvort grunnt væri á sjálfstrausti leikmanna. „Ég veit ekki hvort það er grunnt á sjálfstraustinu. Við áttum ágætis leik fyrir norðan og áttum við að vinna þann leik og síðan eru of margir leikmenn sem eru undir sinni venjulegu getu í dag. Það er segin saga að þegar svo er þá nær heilt lið ekki að vinna leikinn.“ „Það vantaði fyrst og fremst upp á hjá okkur að geta sent boltann á milli manna. Menn þurftu að vilja fá boltann í breiddina og vilja tengja inn á miðjuna. Það voru fyrst og fremst sendingarnar sem klikkuðu. Við vorum stanslaust að sparka boltanum frá okkur og svo unnum við aldrei seinni boltann. Það vantaði bara of mikið í okkar leik til að við áttum skilið að vinna leikinn en hefðum með heppni getað náð okkur í eitt stig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira